
Barnvænt Ísland er stefna um framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir árin 2021–2024 og er megintilgangur stefnunnar sú að innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, þannig að mannréttindi barna yrðu efld og innleidd með markvissum hætti.

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt greinargerð um innleiðinguna og stöðu aðgerða en stefnan var samþykkt á Alþingi í júní 2021. Markaði fyrstu heildstæðu innleiðingaráætlunina fyrir barnasáttmálann hjá stjórnvöldum á Íslandi en stefnan var unnin í samstarfi við stýrihóp Stjórnarráðsins um málefni barna og að henni komu einnig opinberir aðilar og félagasamtök.
Kemur fram við mótun stefnunnar að áhersla var lögð á að hagsmunir barna væru alltaf í fyrirrúmi og að við stefnumótun í málaflokknum væri mótuð heildarsýn er tæki mið af sjónarhorni allra þeirra er koma að málefnum barna og fjölskyldna, ekki síst barnanna sjálfra.

Þingsályktunartillagan innihélt stefnu og aðgerðaráætlun með 27 aðgerðum er sneru að eflingu réttinda barna hér á landi og ráðist var í aðgerðir þvert á ráðuneyti í samstarfi við fjölbreytta aðila sem búa yfir viðamikilli reynslu og þekkingu á málaflokknum; svo sem Barnaheill - umboðsmann barna, UNICEF á Íslandi og margir fleiri.

Áhersla var lögð á að innleiða verklag og ferla er tryggja jafnræði sem og markvissa þátttöku barna og ungmenna innan stjórnsýslunnar,; aukið samstarf opinberra aðila og hagsmunamat út frá réttindum og velferð barna.
Kemur fram að nú sé 85% aðgerðanna lokið eða í farvegi, en staðan miðast við maí 2025.
Sem dæmi um þær aðgerðir er ráðist var í var svokallað mat á hagsmunum barna, en mikilvægur hluti af innleiðingu barnasáttmálans er að mat sé lagt á áhrif á börn við alla ákvarðanatöku líkt og felst í 3. gr. barnasáttmálans og er markmiðið með slíku mati það að stjórnvöld hugi markvisst að því hvaða áhrif ákvarðanir þeirra hafi á börn og réttindi þeirra.

Í nóvember árið 2024 var svo birtur opinberlega leiðarvísir og sniðmát á vef Stjórnarráðsins sem ætlað er að einfalda framkvæmd matsins, en notkun mats á áhrifum á börn á að stuðla að áframhaldandi innleiðingu barnasáttmálans í lagaumhverfinu á Íslandi.
Var leiðarvísirinn unninn í samvinnu við umboðsmann barna. Og er unnið að nánari innleiðingu og notkun matsins innan Stjórnarráðsins. Einnig voru allnokkrir lagabálkar endurskoðaðir á gildistíma stefnunnar út frá ákvæðum barnasáttmálans og sérstök áhersla lögð á snemmtækan stuðning; þátttöku barna og það sem er barni fyrir bestu, sbr. 3. og 12. gr. barnasáttmálans.

Sem dæmi má nefna endurskoðun laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla þar sem gerðar voru ýmsar breytingar sem höfðu það að markmiði að tryggja aukna aðkomu barna og ungmenna að stefnumótun í samræmi við ákvæði barnasáttmálans og tilmæli barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda þar að lútandi.

Þá ber á góma góður árangur á öðrum sviðum er stefnan tók til, og þarmá nefna verkefnin Barnvæn sveitarfélög og Réttindaskóli og -frístund undir stjórn UNICEF, aukið fræðsluefni um innleiðingu barnasáttmálans sem umboðsmaður barna vann og samráðsvettvang fulltrúa ráðherra (stýrihópur Stjórnarráðsins í málefnum barna) sem var lögfestur í lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Einnig var tekið í notkun mælaborð með reglulega uppfærðum og aðgengilegum tölfræðigögnum um farsæld barna og auk þess náðst góður árangur í alþjóðlegu samstarfi þar sem Ísland hefur markvisst beitt sér fyrir mannréttindum barna á alþjóðlegum vettvangi á gildistíma stefnunnar og átti frumkvæði að nýútgefnum ISO-alþjóðastaðli um þjónustu fyrir börn sem sætt hafa ofbeldi sem byggir á starfsemi hið íslenska Barnahúss.
Það er viðvarandi verkefni stjórnvalda að Innleiða barnasáttmálann og afar mikilvægt að það verkefni endurspeglist í framkvæmd með endurmati á verklagi, lögum og reglugerðum með réttindi barna að leiðarljósi.

Þá er bent á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins frá desember 2024, er lögð áhersla á jöfnuð og snemmtækan stuðning í málefnum barna og að vinna sé hafin við gerð stefnu og aðgerðaráætlunar um farsæld barna hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og verða þar lagðar til aðgerðir sem tryggja áframhaldandi innleiðingu barnasáttmálans á Íslandi.
Komment