Í dag var viljayfirlýsing undirrituð milli Reykjavíkurborgar og fulltrúaráðs verkalýðshreyfingarinnar í Reykjavík um að reisa í borgarlandi minnismerki sem heiðrar sögu og framlag kvenna í baráttunni fyrir jafnrétti, félagslegu réttlæti og bættum lífskjörum á Íslandi.
Í viljayfirlýsingunni kemur fram að minnismerkið verði staðsett á áberandi, aðgengilegum og merkingarbærum stað í borginni í samráði við gefanda verksins. Verkefnið skal styðja við menningarlega sjálfsmynd Reykjavíkur sem jafnréttisborg og vera hluti af víðtækari viðleitni til að gera sýnilegt framlag kvenna í opinberu rými.
Borgin segir að sameiginlega verði unnið að undirbúningi, fjármögnun og framkvæmd verkefnisins, og tryggja að minnismerkið verði reist með virðingu fyrir baráttusögu kvenna og framtíðarsýn um réttlæti og jöfnuð í samfélaginu.
Stuttu eftir það drógu borgarstjóri og skipuleggjendur Kvennaverkfallsins 2025 baráttufána að húni við Ráðhús Reykjavíkur.
Víkingur Óli Magnússon, ljósmyndari Mannlífs, mætti á svæðið og skrásetti.












Komment