1
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

2
Peningar

Fyrirtæki Emils tapaði milljónum

3
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

4
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

5
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

6
Menning

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins

7
Minning

Anna Birgis er fallin frá

8
Innlent

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál

9
Fólk

Selja huggulegt einbýli með risagarði

10
Innlent

Fór á bráðamóttöku með töluverða áverka í andliti

Til baka

Æsilegur eltingarleikur lögreglu endaði með handtöku

Vopnaður maður áreitti dyraverði og gesti skemmtistaðar.

Lögreglan
Lögreglan að störfumMikill erill var á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Mynd: Lára Garðarsdóttir

Ólíkt og í gær, var mikill erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun en alls gista átta í fangageymslu lögreglunnar en 99 mál voru bókuð í kerfum hennar. Hér má sjá brot.

Lögreglumenn voru að störfum fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur þegar maður nokkur fór að atast í dyravörðum og gestum staðarins. Fékk maðurinn tækifæri til að fara af vettvangi og hætta stælunum. Þegar hann varð ekki við því eftir ítrekuð fyrirmæli lögreglu, var hann handtekinn. Á lögreglustöðinni var aftur gerð tilraun til þess að tala um fyrir manninum en án árangurs. Gisti hann því fangaklefa yfir nóttina.

Tilkynning barst lögreglunni á Hverfisgötu vegna aðila sem skemmt hafi hurð í tilraun sinni til að komast inn í húsnæði. Þegar lögreglan mætti á vettvang og ræddi við manninn kom í ljós að maðurinn var með vopn meðferðis. Er málið í rannsókn.

Einstaklingur var handtekinn eftir að hafa áreitt starfsmenn fyrirtækis. Hafði viðkomandi fengið fyrirmæli um að fara af vettvangi en stuttu síðar barst lögreglu önnur tilkynning um að einstaklingurinn væri aftur farinn að áreita starfsmennina. Var hann þá handtekinn og fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu til viðræðna. Þar tókst að ná til aðilans sem lofaði að hætta þessari hegðun sinni og var hann látinn laus úr haldi lögreglu.

Nokkrar tilkynningar bárust vegna þjófnaðar í verslunum en ekki reyndist nauðsynlegt að handtaka neinn vegna þess en öll málin voru leyst með vettvangsskýrslu.

Lögreglan stöðvaði ökumann vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna. Var hann handtekinn og við leit fundust fíkniefni í sölueiningum ásamt talsverðum fjármunum. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þá hafði lögreglan afskipti af aðila í miðbæ Reykjavíkur sem tilkynnt hafði verið um á skemmtistað. Í tilkynningunni var talað um að hann væri vopnaður. Aðilinn reyndi að flýja lögreglu en var hlaupinn uppi af laganna vörðum og handtekinn. Reyndist hann sannarlega vopnaður og var vistaður vegna ástands.

Ökumaður bifreiðar gerði óheiðarlega tilraun til þess að komast undan lögreglu þegar hún ætlaði að hafa afskipti af honum. Ekki tókst honum ætlunarverk sitt en þegar hann reyndi að hlaupa frá bifreiðinni var hann hlaupinn uppi og handsamaður. Reyndist hann með fíkniefni og peninga meðferðist og er grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna. Var hann einnig vopnaður hnífi og verður kærður vegna þess.

Annar ökumaður bifreiðar reyndi einnig að komast undan lögreglu en hann ók á ofsahraða og braut fjölda umferðalaga áður en lögreglan náði honum. Reyndist ökuníðingurinn vera án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna en hann var einnig með fíkniefni meðferðis.

Lögreglan sem annast Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes, var kölluð til eftir að ekið var á gangandi vegfaranda. Samkvæmt dagbók lögreglu voru meiðslin talin minniháttar en sjúkraflutningamenn skoðuðu þann slasaða.

Sama lögreglan stöðvaði nokkra ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Lögreglan sem starfa í Grafarvogi, Mosfellsbæ og í Árbænum stöðvaði tvo ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist einnig sviptur ökuréttindum og hinn hafði fíkniefni meðferðis. Voru þeir báðir lausir eftir hefðbundið ferli.

Þá handtók sama lögregla aðila eftir að hann hafði brotið rúðu. Hafði hann verið að áreita íbúa húss í hverfinu og var í mjög annarlegu ástandi. Var hann vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Að lokum segir frá ökumanni sem virtist afar ölvaður og samkvæmt tilkynnanda var hann búinn að aka utan í ýmislegt á leið sinni áleiðis um hverfið. Lögreglan mætti á staðinn og þegar ökumanninum voru gefin stöðvunarmerki reyndi hann að komast undan lögreglu. Þegar það tókst ekki á bifreiðinni, reyndi hann að stinga lögregluna af á tveimur jafnfljótum. Reyndist kauði ekki jafn fljótur og lögreglan sem hljóp hann uppi og handtók.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju
Viðtal
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

„Þetta gerir ekkert fyrir mann,“ segir Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi forstjóri, um föt, bíla og önnur efnisleg gæði, sem hann hefur snúið bakinu við.
Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

Gagnrýna harðlega hugmyndir um að Blair stjórni Gaza
Heimur

Gagnrýna harðlega hugmyndir um að Blair stjórni Gaza

Jón Óttar skiptir um vettvang
Slúður

Jón Óttar skiptir um vettvang

Lola Young hneig niður í miðju lagi
Myndband
Fólk

Lola Young hneig niður í miðju lagi

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

Jón Gnarr dreymdi færeyskan furðufugl
Fólk

Jón Gnarr dreymdi færeyskan furðufugl

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

Natalie Dormer neitar að kynna nýjan þátt um Söru Ferguson
Heimur

Natalie Dormer neitar að kynna nýjan þátt um Söru Ferguson

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál
Innlent

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins
Menning

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins

Selja huggulegt einbýli með risagarði
Myndir
Fólk

Selja huggulegt einbýli með risagarði

Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

Lögfræðingur hjónanna segir málið „öfugsnúið“ og „grafalvarlegt“.
Counter Strike player physically attacked a teen - Calls him “disgusting immigrant trash”
Myndband
Innlent

Counter Strike player physically attacked a teen - Calls him “disgusting immigrant trash”

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál
Innlent

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál

Mótmæla breytingum á útlendingalögum
Innlent

Mótmæla breytingum á útlendingalögum

Fór á bráðamóttöku með töluverða áverka í andliti
Innlent

Fór á bráðamóttöku með töluverða áverka í andliti

Loka auglýsingu