1
Innlent

Birti mynd af meintri skipulagðri glæpastarfsemi í Grafarvogi

2
Innlent

„Það er eiginlega ljótt af manni að senda svona fallegan mann í fangelsi“

3
Innlent

Morðmáli Margrétar Löf frestað

4
Innlent

Gabríel notaði eiturlyf til að deyfa reiðina

5
Heimur

Síðdegissund getur reynst banvænt á Kanaríeyjum

6
Skoðun

Hvað er til bragðs að taka?

7
Innlent

Stingur upp á að fylla Miklubraut af snjó

8
Innlent

Lögreglan finnur ekki fólkið sem lýst var eftir

9
Heimur

Sydney Sweeney öskraði á fyrrum unnusta sinn

10
Fólk

Glæsilegt Sigvaldahús til sölu

Til baka

Æðsti lögfræðingur IDF handtekinn vegna leka sem skók Ísrael

Yifat Tomer-Yerushalmi fannst eftir að leitað var að henni við strendur Tel Aviv.

Yifat Tomer-Yerushalmi
Yifat Tomer-YerushalmiHerlögfræðingurinn hefur verið handtekinn
Mynd: Samsett

Fyrrverandi aðallögfræðingur ísraelska hersins, Yifat Tomer-Yerushalmi, hershöfðingi, fannst á lífi og hefur nú verið handtekin en leit hófst af henni í gær.

Hún sagði af sér í síðustu viku eftir að hafa játað að hafa leyft leka á myndbandi til fjölmiðla, þar sem sjá mátti alvarlegt ofbeldi í garð palestínsks fanga.

Í gær var greint var frá því að hún væri týnd, og lögregla hóf umfangsmikla leit að henni á strönd norðan við Tel Aviv en bifreið hennar fannst þar nærri.

Síðar fannst hún á lífi og við góða heilsu, að sögn lögreglu, en var þá handtekin.

Myndbandsleki veldur miklum titringi

Myndbandið, sem birtist í ágúst 2024 í ísraelskum fjölmiðlum, sýnir varaliða á Sde Teiman herstöðinni í suðurhluta Ísraels taka palestínskan fanga til hliðar, umkringja hann með skjaldborg til að blokka sýn og berja hann síðan, og stinga hann í endaþarm með beittu áhaldi.

Fanginn hlaut alvarlega áverka og þurfti meðferð lækna.

Fimm varaliðar voru síðar ákærðir fyrir alvarlegt ofbeldi og líkamsmeiðingar. Þeir hafa neitað sök og nöfn þeirra hafa ekki verið birt.

Í gær komu fjórir þeirra fram fyrir utan Hæstarétt í Jerúsalem, grímuklæddir til að hylja andlit sitt, ásamt lögmönnum sínum sem kröfðust þess að málinu yrði vísað frá.

Lögmaðurinn Adi Keidar, sem starfar hjá hægri-sinnuðu samtökunum Honenu, sagði að málið væri „gallað, hlutdrægt og uppspuni frá upphafi til enda“.

Fanginn fluttur til Gaza í fangaskiptum

Á mánudag kom fram að fanginn, sem um ræðir í málinu, hefði verið sendur til Gaza í október síðastliðnum í fangaskiptum milli Ísraels og Hamas, þar sem skipst var á gíslum beggja hópa.

Í síðustu viku hófst sakamálarannsókn á lekum myndbandsins. Tomer-Yerushalmi var send tímabundið í frí frá störfum meðan á rannsókn stóð.

Á föstudag tilkynnti varnarmálaráðherrann Israel Katz að hún myndi ekki snúa aftur til starfa. Stuttu síðar sagði hún af sér.

Í afsagnarbréfi sínu tók hún ábyrgð á öllum gögnum sem hefðu verið send til fjölmiðla frá deild hennar.

„Ég samþykkti að birta ákveðið efni til fjölmiðla í þeirri viðleitni að bregðast við röngum áróðri gegn réttarkerfi hersins,“ sagði hún.

Með því vísaði hún til fullyrðinga hægri-sinnaðra stjórnmálamanna um að ásakanir um pyntingar á palestínska fanganum væru tilbúningur.

„Það er skylda okkar að rannsaka í hvert skipti sem rökstuddur grunur vaknar um ofbeldi gagnvart fanga,“ bætti hún við.

Harðorð viðbrögð stjórnvalda

Eftir afsögnina fordæmdi varnarmálaráðherrann hana harðlega:

„Sá sem dreifir blóðsökum gegn hermönnum IDF er ekki hæfur til að bera einkennisbúning hersins,“ sagði Katz.

Forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu tók í sama streng í gær og sagði að atvikið á Sde Teiman væri „mögulega sú alvarlegasta áróðursárás á Ísraelsríkið frá stofnun þess“.

Nokkrum klukkustundum síðar greindu fjölmiðlar frá því að Tomer-Yerushalmi væri horfin, sem vakti ótta um að pólitískt hneyksli væri að breytast í harmleik.

Eftir mikla leit fannst hún síðar örugg og heil á húfi í Herzliya.

Yfir nóttina greindi lögregla frá því að tveir einstaklingar hefðu verið handteknir vegna gruns um „leka og önnur alvarleg sakbrot“. Í ísraelskum fjölmiðlum var greint frá því að um væri að ræða Tomer-Yerushalmi og fyrrverandi hersaksóknara, Matan Solomosh ofursta.

Myndbandsmálið klífur Ísrael í tvennt

Atvikið á Sde Teiman hefur orðið tákn um djúpstæðan klofning milli hægri og vinstri í Ísrael.

Á hægri vængnum er lekinn fordæmdur sem „rógur“ gegn hernum og jafnvel túlkaður sem landráð. Þegar herlögregla fór í herstöðina í júlí 2024 til að yfirheyra 11 varaliða, brutust öfgahægrisinnaðir mótmælendur, þar á meðal að minnsta kosti þrír þingmenn úr stjórnarsamstarfi Netanyahus, inn á svæðið til að sýna stuðning sinn.

Á vinstri vængnum er ákvörðun Tomer-Yerushalmi um að gera myndbandið opinbert lofuð sem eini tímapunkturinn þar sem hún hafi í raun staðið undir ábyrgð embættis síns.

Vinstrisinnaðir líta á myndbandið sem óyggjandi sönnunargagn um þá misþyrmingu sem palestínskir fangar hafa sætt eftir árásir Hamas 7. október 2023.

Í október í fyrra birti rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu þar sem fullyrt var að þúsundir fanga, bæði barna og fullorðinna, hefðu orðið fyrir „kerfisbundnu ofbeldi, líkamlegum og andlegum misþyrmingum og kynferðislegu ofbeldi sem jafngildir stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu“.

Ísraelsstjórn hafnaði þessum ásökunum alfarið og sagðist „fylgja alþjóðalögum í einu og öllu“ og hafa „rannsakað hvert einasta tilvik vandlega“.

Hér má sjá brot úr hinu umtalaða myndbandi í umfjöllun The Guardian en viðkvæmir eru varaðir eindregið við áhorfi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lögreglan lítur alvarlegum augum á dómsmál tveggja lögreglumanna
Innlent

Lögreglan lítur alvarlegum augum á dómsmál tveggja lögreglumanna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu varðandi dómsmálin
Trump undirbýr innrás í Mexíkó
Heimur

Trump undirbýr innrás í Mexíkó

Fjórir slasaðir eftir lestarslys í Bretlandi
Heimur

Fjórir slasaðir eftir lestarslys í Bretlandi

Birti mynd af meintri skipulagðri glæpastarfsemi í Grafarvogi
Innlent

Birti mynd af meintri skipulagðri glæpastarfsemi í Grafarvogi

RÚV sýknað í meiðyrðamáli
Innlent

RÚV sýknað í meiðyrðamáli

„Enn einu sinni eru þeir mættir, réttlætisriddarar whataboutismans“
Innlent

„Enn einu sinni eru þeir mættir, réttlætisriddarar whataboutismans“

„Það er eiginlega ljótt af manni að senda svona fallegan mann í fangelsi“
Innlent

„Það er eiginlega ljótt af manni að senda svona fallegan mann í fangelsi“

Glæsilegt Sigvaldahús til sölu
Myndir
Fólk

Glæsilegt Sigvaldahús til sölu

Morðmáli Margrétar Löf frestað
Innlent

Morðmáli Margrétar Löf frestað

Síðdegissund getur reynst banvænt á Kanaríeyjum
Heimur

Síðdegissund getur reynst banvænt á Kanaríeyjum

Gabríel notaði eiturlyf til að deyfa reiðina
Innlent

Gabríel notaði eiturlyf til að deyfa reiðina

Bandarískur ofursti: Skýrsla um dauða Abu Akleh var breytt til að hlífa Ísrael
Heimur

Bandarískur ofursti: Skýrsla um dauða Abu Akleh var breytt til að hlífa Ísrael

Dagsektir felldar niður ef olíumengun verður hreinsuð á Eskifirði
Landið

Dagsektir felldar niður ef olíumengun verður hreinsuð á Eskifirði

Heimur

Trump undirbýr innrás í Mexíkó
Heimur

Trump undirbýr innrás í Mexíkó

„Mexíkó vinnur með öðrum, en beygir sig ekki undir neinn“
Sýrlendingur grunaður um að skipuleggja árás í Berlín
Heimur

Sýrlendingur grunaður um að skipuleggja árás í Berlín

Fjórir slasaðir eftir lestarslys í Bretlandi
Heimur

Fjórir slasaðir eftir lestarslys í Bretlandi

Æðsti lögfræðingur IDF handtekinn vegna leka sem skók Ísrael
Myndband
Heimur

Æðsti lögfræðingur IDF handtekinn vegna leka sem skók Ísrael

Síðdegissund getur reynst banvænt á Kanaríeyjum
Heimur

Síðdegissund getur reynst banvænt á Kanaríeyjum

Bandarískur ofursti: Skýrsla um dauða Abu Akleh var breytt til að hlífa Ísrael
Heimur

Bandarískur ofursti: Skýrsla um dauða Abu Akleh var breytt til að hlífa Ísrael

Loka auglýsingu