
Siðanefnd hefur nú vísað frá kæru Jóns Ólafssyni, fyrrverandi lögreglumanns og eiganda PPP - sem sjónvarpsþátturinn Kveikur fjallaði um. Þar var ekki annað að sjá en að fyrirtækið PPP hefði stolið gögnum frá lögreglu og saksóknara þótt málið sé ekki fullrannsakað.
Jón Óttar kærði umfjöllun Kveiks til siðanefndar Blaðamannafélagsins, en kæran uppfyllti ekki öll formskilyrði.
Komið er á daginn að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði frá kæru Jóns Óttars; hann kærði umfjöllun Kveiks um persónunjósnir og gagnastuld frá lögreglu sem og saksóknara, er fjallað var um í lok síðasta mánaðar.
Áðurnefndur Jón Óttar kærði umfjöllun Kveiks til siðanefndar Blaðamannafélagsins þann 6. maí síðastliðinn; einni viku eftir að Kveikur fjallaði um málið.
„Þann 29. apríl sl. sendi Ríkisútvarpið út þáttinn Kveik þar sem undirritaður var meðal annars til umfjöllunar. Vinnubrögð starfsmanna Ríkisútvarpsins við vinnslu þáttarins voru ámælisverð og varða að mati undirritaðs við siðareglur Blaðamannafélags Íslands,“ sagði í kæru Jóns Óttars, en það var RÚV sem greindi fyrst frá.
Siðanefndin áðurnefnda fjallaði um mál Jóns Óttars á tveimur fundum, 13. og 20. maí: kvað í kjölfarið upp úrskurð sinn.
Þar segir að kæran uppfylli ekki formskilyrði og í málsmeðferðarreglum segir að kæran þurfi að vera skrifleg, sjálft kæruefni skýrt afmarkað með augljósum hætti og svo hlekkur á umfjöllun sem á að fylgja með.
„Að mati siðanefndar uppfyllir kæra málsins ekki framangreind formskilyrði. Kæruefni málsins er ekki skýrt afmarkað, ekki er að sjá að leiðréttingar hafi verið leitað og þá fylgdi ekki með afrit af kærðri umfjöllun. Af þeim sökum er ekki annað hægt en að vísa málinu frá að svo stöddu,“ segir í úrskurði siðanefndar.
Komment