1
Fólk

„Besta sauna sem smíðuð hefur verið á Íslandi“

2
Pólitík

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Skammist ykkar og biðjist afsökunar!“

3
Innlent

Lýsir „óviðunandi“ aðstæðum á vistheimili, þaðan sem starfskona hvarf

4
Heimur

Barn lést í heitum bíl á meðan móðir hans lét stækka varirnar

5
Pólitík

Telur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins hafa framið stjórnarskrárbrot

6
Innlent

Segir að Íslendingar séu staddir „í miðri valdaránstilraun“

7
Pólitík

„Mér þykir leiðinlegt að fundarstjórn mín sé túlkuð sem tilraun til valdaráns“

8
Innlent

Tvær innköllunarviðvaranir: Ofnæmisvaldar ekki tilgreindir í asískum matvörum

9
Innlent

Þrír eldri karlmenn ákærðir fyrir innflutning á kókaíni með Norrænu

10
Skoðun

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli

Til baka

Björn Leví Gunnarsson

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli

Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Í vikunni sleit varaforseti þingsins, Hildur Sverrisdóttir, þingfundi án heimildar til þess frá þingforseta. Sá gjörningur var þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Bryndís Haraldsdóttir, afsakaður að hann væri “í samræmi við vinnureglur og handbók forseta”.

Er það rétt?

Í stuttu máli, nei. Ég hef setið í forsætisnefnd Alþingis og sinnt því hlutverki að vera varaforseti Alþingis. Ég veit að enginn varaforseti þingsins slítur þingi nema með sérstakri heimild forseta þingsins. Ég hef setið í forsetastól án þess að hafa hugmynd um að þingfundi yrði slitið 5 mínútum seinna. Ég hef setið í forsetastól, þegar ég veit að það á að slíta þingfundi í síðasta lagi kl 20, en bíð samt eftir staðfestingu á því frá forseta, annað hvort beint eða í gegnum skrifstofu þingsins. Af því að stundum er klukkan korter í átta þegar ræðu lýkur - og hvort það eigi að hleypa næsta ræðumanni að í ræðu eða slíta fundi er ekki ákvörðun varaforseta. 

Hvaða reglur eru þetta?

Grunnreglurnar er að finna í lögum um þingsköp:

Sumarhlé þingsins er frá 1. júlí til 10. ágúst og skal ekki boða til nefndafunda á þeim tíma nema brýn nauðsyn krefji enda hafi fundum Alþingis áður verið frestað, sbr. 23. gr. stjórnarskrárinnar. Utanríkismálanefnd getur þó komið saman í samræmi við ákvæði 24. gr.

 Í starfsáætlun skal tilgreina hvaða daga ætla má að þingfundir verði, hvaða daga einvörðungu fundir í nefndum eða þingflokkum og hvaða dagar ætlaðir eru sérstaklega til annarra starfa þingmanna, svo sem starfa í kjördæmum. Reglulegir þingfundir samkvæmt starfsáætlun skulu ekki standa lengur en til kl. 8 síðdegis. Frá því má þó víkja ef þingflokkar ná samkomulagi þar um eða ef þingið samþykkir, sbr. 81. gr. Tillögu um lengri fundartíma getur forseti borið upp án nokkurs fyrirvara. Þá getur forseti ákveðið að þingfundur standi til miðnættis á þriðjudagskvöldum.”

Þann 6. júní síðastliðinn var starfsáætlun þingsins felld úr gildi. Allir þingmenn vita að það þýðir að þingfundir og nefndarfundir geta verið hvenær sem er og hversu lengi sem þingforseta finnst. Sérstaklega reyndir þingmenn (sem núverandi og fyrrverandi varaforsetar þingsins) eins og Hildur Sverrisdóttir og Bryndís Haraldsdóttir.

Stjórnarskrá

52. gr.

Alþingi kýs sér forseta og stýrir hann störfum þess.

Varaforsetar stýra ekki störfum Alþingis. Varaforsetar passa bara upp á að dagskrá þingsins haldi áfram, að kynna ræðumenn og andsvarendur. Að kynna næstu mál og lesa upp tilkynningar. Og já, að slíta fundum þingsins samkvæmt beiðni forseta Alþingis. Varaforsetar þingsins fá uppskrift af því hvernig á að sinna fundarstjórn. Uppskriftin liggur fyrir framan forseta og varaforseta í sérstakri möppu sem forseti les upp úr. Forseti skáldar afskaplega lítið af því sem fram fer í forsetastól, hvað þá varaforsetar - og nákvæmlega enginn skáldskapur er um dagskrá þingsins. 

Afsökun?

Ég spái því að það verði reynt að afsaka þetta með tilvísun um fávisku - að Hildur hafi einfaldlega haldið að hún ætti að slíta fundi um miðnætti. Eins og kollegi hennar heldur fram að sé málið. Það er hins vegar innantóm afsökun af því að þessir reynslumiklu þingmenn vita betur. Ekki bara eigi að vita betur, heldur vita betur. Það er ekki hægt að biðjast afsökunar nema að viðurkenna hver mistökin eru - og mistökin eru ekki að hafa ekki vitað betur. 

Varaforseti slítur aldrei þingfundi nema með skýrum skilaboðum um að slíkt skuli gera. Ekki einu sinni á venjulegum degi innan starfsáætlunar. Hvað þá þegar engin starfsáætlun er í gildi. Það er óásættanlegt að þessir reyndu þingmenn reyni nú að gaslýsa alla sem vita betur og þar af leiðandi að ljúga að almenningi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Guðlaugur Þór
Pólitík

„Dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga“

Forseti Alþingis beitir kjarorkuákvæðinu og bindur enda á málþófið
Davíð Már er kennari
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Aukum við útsvar en ekki velferð barna?

Halla Þorvaldsdóttir
Innlent

Bið eftir geislameðferðum við „krabbameinum er komin langt úr hófi fram“

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra
Innlent

Heilbrigðisráðherra telur að hægt sé að „einfalda núverandi þjónustukerfi“

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur
Innlent

Segir að Íslendingar séu staddir „í miðri valdaránstilraun“

Stefán Einar og Sara Lind
Fólk

„Besta sauna sem smíðuð hefur verið á Íslandi“

Hildur Sverrisdóttir
Pólitík

„Mér þykir leiðinlegt að fundarstjórn mín sé túlkuð sem tilraun til valdaráns“

Kristrún Frostadóttir Guðrún Hafsteinsdóttir
Pólitík

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Skammist ykkar og biðjist afsökunar!“

Norræna
Innlent

Þrír eldri karlmenn ákærðir fyrir innflutning á kókaíni með Norrænu

palmsugar
Innlent

Tvær innköllunarviðvaranir: Ofnæmisvaldar ekki tilgreindir í asískum matvörum

Skólabraut 10 Bjarg vistheimili
Innlent

Lýsir „óviðunandi“ aðstæðum á vistheimili, þaðan sem starfskona hvarf

Drengurinn
Heimur

Barn lést í heitum bíl á meðan móðir hans lét stækka varirnar

Skoðun

Davíð Már er kennari
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Aukum við útsvar en ekki velferð barna?

Selma Ruth
Skoðun

Selma Ruth Iqbal

Skaðleg orðræða

Björn Leví Gunnarsson
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Að fara eftir reglum - Að vera þingmaður 8. kafli

Björn Leví Gunnarsson
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Í liðinu - Að vera þingmaður 7. kafli

Sól og Katrín
Skoðun

Katrín Harðardóttir

Glimmerjátningar

Björn Leví Gunnarsson
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Langt sumarfrí Alþingis - Að vera þingmaður 6. kafli

Loka auglýsingu