1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

6
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

7
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

8
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

9
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

10
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Til baka

„Í dag er hún valdamesta manneskjan í Sjálfstæðisflokknum“

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, talar um „hamfaraleiðangur Sjálfstæðisflokksins“ og segir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur vera valdamesta einstaklinginn í Sjálfstæðisflokknum

Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Össur Skarphéðinsson líffræðingur og fyrrverandi ráðherraLætur allt flakka og segir Sjálfstæðisflokkinn á rangri leið.
Mynd: Heiða Helgadóttir

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, talar um „hamfaraleiðangur Sjálfstæðisflokksins“ og segir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur vera valdamesta einstaklinginn í Sjálfstæðisflokknum

Össur Skarphéðinsson líffræðingur og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar talar um „hamfaraleiðangur Sjálfstæðisflokksins“ í nýjum pistli á Facebook og segir einnig að „níðþröng varðstaða Sjálfstæðisflokksins fyrir hagsmuni þröngs hóps sægreifa virðist utan endis.

Össur Skarphéðinsson

Hann segir að „flokkurinn lítur á það sem „heilaga skyldu“ – svo vísað sé í orð Jens Garðars varaformanns - að beita öllum brögðum til að tefja og koma í veg fyrir samþykkt Alþingis á mjög hóflegri hækkun veiðigjalda. Á meðan heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram að sökkva í hverri skoðanakönnun á fætur annarri.“

Valhöll.

Að mati Össurar er markmið Sjálfstæðisflokksins að tefja afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins fram á haust:

„Ég er ekki viss um að það yrði endilega svo slæmt fyrir stjórnarflokkana en hins vegar handviss um að töf fram á haust yrði langverst fyrir íhaldið. Staðreyndin er sú, að meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur þinginu í gíslingu vegna hagsmuna örfámenns hóps sægreifa þá dvínar fylgi við hann jafnt og þétt meðal þjóðarinnar. Meðan flokkurinn er með túlann fullan af hagsmunum sægreifa sem þjóðin er fyrir löngu búin að skilgreina sem freka, síngjarna kvótakalla nær íhaldið aldrei vopnum sínum.“

Guðrún Hafsteinsdóttir

Og Össur er klár á því að eina von Sjálfstæðisflokksins til að reisa sig, og um leið eina von Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns flokksins, til að halda lífi sem formaður, er að flokkurinn nái þokkalegum árangri í sveitarstjórnakosningum á næsta vori:

„En því lengur sem andstaða við veiðigjaldsmálið er eina sýnilega mál Sjálfstæðisflokksins því minni líkur eru á að hann nái vopnum sínum í kosningunum til sveitarstjórna, einkum í Reykjavík. Þar leggst obbi kjósenda þvert gegn málflutningi sægreifanna. Fari því svo, að Sjálfstæðisflokkurinn nái því takmarki að tefja samþykkt veiðigjaldsmálsins fram á næsta haust þá gufa allar líkur á þokkalegu gengi í kosningum á næsta ári upp einsog dögg fyrir sólu.“

Reykjavík

Hann segir einnig að „veiðigjaldsmálið verður þá stöðugt í kastljósi fjölmiðla sem eina mál flokksins og það mun leiða til „afhroðs íhaldsins, og einkum stoppa sóknarmöguleika þess í Reykjavík. Þetta er fórnarkostnaðurinn við það að láta “bestu vinkonu aðal”, Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra sægreifasamtakanna, stjórna Sjálfstæðisflokknum með annarri hendi og verja hagsmuni sægreifanna með hinni. Í dag er hún valdamesta manneskjan í Sjálfstæðisflokknum. Um leið ber hún líka ábyrgð á hamfaraleiðangri íhaldsins.“

Össur segir að lokum að „skoðanakönnun dagsins, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að tapa fylgi, sýnir svart á hvítu að á meðan flokknum er stjórnað dag frá degi af skrifstofu sægreifanna á hann sér ekki viðreisnar von.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

„Við erum að upplifa þessar sálfræðilegu aðgerðir beint, hér og nú, en við látum ekki hræða okkur“
Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra
Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

Lögreglan varar við Skattsvikurum
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir
Myndir
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

„Viðreisn er því frekar hlutlaust nafn. Kannski eins og Hyundai“
„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Loka auglýsingu