1
Landið

Vestmanneyingur þarf að greiða 1,6 milljón króna eða fara í fangelsi

2
Innlent

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu

3
Peningar

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða

4
Heimur

Maður á Tenerife reyndi að nauðga konu í miðju atvinnuviðtali

5
Innlent

Tómas dæmdur fyrir peningaþvætti

6
Heimur

Shaq neitar fyrir að vera í sambandi með OnlyFans-stjörnu

7
Innlent

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn

8
Fólk

Anna segist ekki þjást af matarfíkn

9
Innlent

Valdi beitt á mótmælum Íslands-Palestínu

10
Heimur

Kennari viðurkennir óviðeigandi hegðun gagnvart 11 ára nemanda

Til baka

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september

„Innviðir í landinu hafa víða orðið fyrir miklum skemmdum og átökin því haft veruleg áhrif á aðgengi fólks að vatni, rafmagni, menntun og heilbrigðisþjónustu.“

Úkraína-RK að störfum1
Rauði krossinn að störfum í ÚkraínuUm 40 milljónir króna hefur var veitt til mannúðarstarfs í Úkraínu í september.
Mynd: Aðsend

Rauði krossinn á Íslandi hefur í september veitt rúmlega 36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu. Framlagið er svar við neyðarbeiðni Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) vegna afleiðinga átakanna í landinu. Styrkurinn er veittur með stuðningi utanríkisráðuneytisins og fjárframlögum frá almenningi á Íslandi.

„Átökin í Úkraínu hafa nú staðið í vel á fjórða ár og hafa á þeim tíma komið hart niður á almennum borgurum,“ segir Hrafnhildur Sverrisdóttir, verkefnastjóri í alþjóðateymi Rauða krossins. „Innviðir í landinu hafa víða orðið fyrir miklum skemmdum og átökin því haft veruleg áhrif á aðgengi fólks að vatni, rafmagni, menntun og heilbrigðisþjónustu.“

Samkvæmt Rauða krossinum hefur það við þessar aðstæður reynst áskorun að koma mannúðaraðstoð til þeirra sem hafa orðið hvað verst úti. IFRC hefur allt frá því átökin hófust árið 2022, með starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins í Úkraínu í broddi fylkingar, sinnt fólki sem er í mikilli neyð.

Milljónir borgara hafa neyðst til að flýja Úkraínu, og talið er að um 3,6 milljónir séu enn á flótta innan landsins. Starf Rauða krossins felst meðal annars í því að útvega fólki mat og hreint vatn, tryggja aðgang að hreinlætisaðstöðu, grunnheilbrigðisþjónustu og húsaskjóli. Þá er einnig lögð áhersla á að vernda fólk gegn ofbeldi og mismunun.

Frá upphafi átaka hafa Alþjóðasamband Rauða krossins og úkraínski Rauði krossinn veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, styrkt mannúðarstarf í Úkraínu um rúmlega 265,8 milljónir króna og sent átta sendifulltrúa til að styðja neyðarviðbrögð hreyfingarinnar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Karlmaður dæmdur í fangelsi fyrir skjalafals
Landið

Karlmaður dæmdur í fangelsi fyrir skjalafals

Mætti ekki fyrirdóm og boðaði ekki forföll
Enn og aftur greinist mengun í neysluvatni Stöðfirðinga
Landið

Enn og aftur greinist mengun í neysluvatni Stöðfirðinga

MAST biður neytendur að farga negulnöglum
Innlent

MAST biður neytendur að farga negulnöglum

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi
Innlent

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum
Innlent

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár
Innlent

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu
Innlent

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu

Valdi beitt á mótmælum Íslands-Palestínu
Myndir
Innlent

Valdi beitt á mótmælum Íslands-Palestínu

Einn fluttur með sjúkrabíl eftir slys
Innlent

Einn fluttur með sjúkrabíl eftir slys

Tómas dæmdur fyrir peningaþvætti
Innlent

Tómas dæmdur fyrir peningaþvætti

Innlent

MAST biður neytendur að farga negulnöglum
Innlent

MAST biður neytendur að farga negulnöglum

Ráðlagt er að neyta þeirra ekki
Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu
Innlent

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi
Innlent

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum
Innlent

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september
Innlent

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár
Innlent

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár

Loka auglýsingu