
Fáar tilkynningar um dauða villta fugla hafa borist Matvælastofnun undanfarna tvo mánuði og engir fuglar né spendýr greinst með skæða fuglainflúensu síðan um miðjan mars en greint frá þessu í tilkynningu frá MAST.
„Í ljósi þess að nú eru flestir farfuglar komnir til landsins og ekkert sem bendir til þess að fuglainflúensuveirur hafi borist með þeim telur áhættumatshópur um fuglainflúensu óhætt að færa viðbúnað af hættustigi niður á óvissustig.
Fuglaeigendur eru þó hvattir til að vera ávallt vel á verði gagnvart sjúkdómseinkennum og tilkynna Matvælastofnun um óeðlileg veikindi eða dauða. Jafnframt að gæta hreinlætis og sóttvarna í umhverfi fuglanna til að verja þá sem best fyrir mögulegu smiti frá villtum fuglum.“
MAST hvetur almenning að vera áfram vakandi fyrir veikindum eða óeðlilegum dauða villtra fugla og tilkynna um slíkt til MAST með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar.
Komment