
Helstu veðbankar heims hafa meiri trú á árangri VÆB bræða í Eurovision í dag en á undanförnum vikum en þeir eru nú komnir upp í 34. sæti af 37. Stutt er síðan þeim var spáð 36. sæti en ljóst er að þeir eru hægt og rólega að skríða upp listann.
Bræðurnir þykja nú sigurstranglegri en atriði Georgíu. Þá er lögum Svartfjallalands og Króatíu spáð verra gengi en því íslenska.
Sem fyrr er Svíum spáð efsta sætinu og hafa sigurlíkur þeirra aukist með hverri vikunni. Sigurlíkur Svía eru sagðar vera 39% en Austurríki fá 15 sigurlíkur skráðar hjá sér.
Þá er Frökkum spáð þriðja sætinu og Ísrael því fjórða en telja einhverjir að vísa eigi lagi þeirra úr keppni vegna þjóðernishreinsana sem ríkisstjórn þeirra stundar á Palestínubúum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur látið hafa eftir sér að það sé skrýtið að Ísrael taki þátt í Eurovision.
Komment