
Mikil eftirvænting er eftir leiknumLeikjaserían er gífurlega vinsæl um allan heim
Mynd: Skjáskot
Útgáfu á tölvuleiknum Grand Theft Auto VI hefur verið frestað en leikurinn átti að koma út haustið 2025 en í tilkynningu frá leikjaframleiðandanum Rockstar Games, sem býr til leikinn, er sagt frá því að leikurinn muni koma út 26. maí 2026. Fyrirtækið biðst velvirðingar á þeim töfum.
Rúm tíu ár eru síðan Grand Theft Auto V kom út en hann er næst mest seldi tölvuleikur allra tíma og er það aðeins Minecraft sem hefur verið seldur oftar. Leikjaserían hefur lengi þótt umdeild fyrir kvenfyrirlitningu og ofbeldi en hún hefur á sama tíma verið lofuð af gagnrýnendum síðan fyrsti leikurinn kom út. Fyrsti Grand Theft Auto-leikurinn kom út árið 1997.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment