1
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

2
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

3
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

4
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

5
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

6
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

7
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

8
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

9
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

10
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Til baka

Tilkynning: Nýtt og breytt Mannlíf

Sameinaða útgáfufélagið tekur yfir útgáfuna.

Mannlíf lógó
Lógó MannlífsNýverið var eldra lógó Mannlífs frá níunda og tíunda áratugnum endurvakið í nýrri hönnun.
Mynd: Mannlíf

Á fjörtíu ára sögu hefur Mannlíf tekið á sig mismunandi birtingarmyndir. Nú er tekin við önnur endurnýjun þegar Sameinaða útgáfufélagið hefur fengið samþykki Samkeppniseftirlitsins til að taka formlega við rekstri miðilsins.

Síðustu vikur hefur endurmótun Mannlífs verið yfirstandandi með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Mannlíf verður áfram áhugadrifinn fréttamiðill með þann tilgang að veita merkingarbæra innsýn í málefni samfélagsins og reynsluheim fólks, án áhrifa hagsmuna- og stjórnmálaafla.

Áhugaverðar og beittar fréttir verða birtar úr ýmsum efnisflokkum, meðal annars peninga, pólitík, heimsmálin, atburði innanlands og stór samfélagsmál. Unnið verður að því að endurvekja efnisþætti sem tengdir hafa verið tímaritinu Mannlífi í gegnum tíðina, svo sem úttektir, nærmyndir og Mannlífsviðtöl. Áfram verður því gefinn gaumur sem gerist bakvið tjöldin í stjórnmálum, viðskiptum og menningu í stíl kassískra slúðurdálka dagblaða og tímarita.

Afmarkaður hluti af efni Mannlífs verður í framhaldinu eingöngu opinn áskrifendum sem tímaritsefni. Þar er um að ræða tímafrekari blaðamennsku sem ekki verður fjármögnuð með auglýsingatekjum af flettingum einum saman. Nægt framboð verður þó af opnum daglegum fréttum. Lesendum, sem þannig líst á, verður síðan gefið tækifæri til að styrkja miðilinn.

Gefið út af Sameinaða útgáfufélaginu

Yfirtakan kemur í kjölfar þess að tveir af 23 eigendum Sameinaða útgáfufélagins samþykktu að afhenda félaginu Mannlíf og tengdar eignir án endurgjalds, úr félaginu Sólartúni ehf, til þess að stuðla að framgangi og þróun fjölmiðilsins, sem stofnaður var árið 1984.

Tilgangur Sameiginlega útgáfufélagsins með yfirtökunni er að styðja fjölbreytta fjölmiðlun á Íslandi í krafti samlegðaráhrifa, með það að augnamiði að sem flestir Íslendingar hafi aðgang að faglegri og heiðarlegri blaðamennsku, á forsendum almannahagsmuna frekar en sérhagsmuna. Vegna sérreglna um fjölmiðla var yfirtakan tilkynnt til Samkeppniseftirlitsins, en í öðrum geirum er viðmið um þriggja milljarða veltu samrunaaðila. Þetta fyrirkomulagið kemur til vegna lýðræðislegs hlutverks fjölmiðla og til að vinna gegn samþjöppun valds.

Stuðlað að fjölbreytni og fjölræði

Mat Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar var að yfirtaka Sameinaða útgáfufélagsins á miðlinum Mannlífi og tengdum eignum hefði ekki neikvæð áhrif.

Í mati Fjölmiðlanefndar kom fram að samruninn hefði ekki í för með sér „samþjöppun á fjölmiðlamarkaði sem áhrif hafi á fjölræði“ og tekur Samkeppniseftirlitið undir það í ákvörðun sinni.

„Mikilvægt sé að á íslenskum markaði séu öflugir og sjálfstæðir fjölmiðlar sem miðla fjölbreyttu efni“
Fjölmiðlanefnd

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að „Fjölmiðlanefnd sé lögum samkvæmt ætlað að stuðla að fjölbreytni og fjölræði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Mikilvægt sé að á íslenskum markaði séu öflugir og sjálfstæðir fjölmiðlar sem miðla fjölbreyttu efni, þar sem ólíkum sjónarmiðum sé haldið á lofti. Að sama skapi sé mikilvægt að landsmönnum standi til boða vandað fréttaefni á íslensku þar sem leitast sé við að greina íslenskt samfélag og setja innlendar og erlendar fréttir í samhengi fyrir almenning hér á landi.“

Á þeim grunni er yfirtakan samþykkt án frekari athugunar. „Með vísan til alls framangreinds er það niðurstaða Fjölmiðlanefndar að kaup SÚ á stærstum hluta fjölmiðlareksturs Sólartúns hafi hvorki skaðleg áhrif á fjölræði né fjölbreytni í fjölmiðlun á þeim mörkuðum sem viðkomandi fjölmiðlaveitur starfa á,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

Ákvörðun hluthafa og stjórnar

Ákvörðun um yfirtöku á Mannlífi tók stjórn Sameinaða útgáfufélagsins, að fengnu umboði hluthafafundar félagsins 20. september síðastliðinn. Heimild til yfirtökunnar var síðan staðfest af hluthöfum félagsins 20. febrúar eftir að drög að samningi um yfirtökuna voru send á alla hluthafa félagsins. Eina skuldbinding félagsins í samningnum er yfirtaka kjarasamningsbundinna réttinda blaðamanna og hefðbundins rekstrarkostnaðar. Kaupverð var skilgreint ein króna, en sem fyrr segir eru báðir fyrrverandi eigendur Mannlífs hluthafar í Sameinaða útgáfufélaginu.

Nýr vefur Mannlífs var opnaður í febrúar. Hönnuður vefsins er Jón Ingi Stefánsson, hönnunarstjóri og einn af stofnendum Sameinaða útgáfufélagsins. Í nýrri hönnun er eldra merki Mannlífs endurvakið. Björgvin Ólafsson myndlistarmaður hannaði lógóið árið 1987 og prýddi það forsíður tímaritsins Mannlífs til 1998.

Með ritstjórn Mannlífs fyrst um sinn fer Jón Trausti Reynisson, sem sömuleiðis er einn af stofnendum útgáfufélagsins og er framkvæmdastjóri þess.

Valddreifing í samþykktum útgáfunnar

Sameinaða útgáfufélagið er í dreifðu eignarhaldi, þar sem valddreifing í samþykktum er ætlað að hindra yfirtökur og áhrif fjársterkra hagsmunaaðila. Félagið gefur einnig út Heimildina, Vísbendingu, Heimilisblaðið og ensk fréttabréf. Ritstjórnir og ritstjórnarstefnur miðla félagsins eru aðskildar.

Auglýsingasala fyrir Mannlíf fer í gegnum Birtingasöluna.

Einstaklingum og lögaðilum er boðið að styðja við fjölbreytni íslenskrar fjölmiðlunar með áskrifta- eða auglýsingakaupum.

Fyrirvari um hagsmuni: Í tilkynningunni er fjallað um málefni Mannlífs og útgáfufélags þess.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli
Innlent

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli

Hópur manna voru með ólæti inni á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur
Læknirinn hótar Hödd málsókn
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð
Myndir
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum
Myndir
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins
Heimur

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

Kynning

Gunnar Smári finnur fyrir létti en uppgjöri er ólokið
Grein

Gunnar Smári finnur fyrir létti en uppgjöri er ólokið

Bolað út úr stjórn Sósíalistaflokksins, en situr sem ritstjóri í sama húsnæði í Bolholti.
Tilkynning: Nýtt og breytt Mannlíf
Kynning

Tilkynning: Nýtt og breytt Mannlíf

Loka auglýsingu