1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

3
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

4
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

5
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

6
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

7
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

8
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

9
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

10
Peningar

Tekjur Carlsberg rjúka upp

Til baka

Talsmaður útgerðarinnar á leiðinni í stjórn Sýnar

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er sjálfkjörin í stjórn stærsta einkarekna fjölmiðlafélags landsins.

Sýn
Frá SýnVirði fjarskipta- og fjölmiðlafélagsins hefur helmingast á einu ári.
Mynd: Sýn

Fjölmiðlafélagið Sýn, sem rekur meðal annars Vísi.is, Stöð 2 og Bylgjuna, hefur tilkynnt Kauphöllinni um að nýr stjórnarmaður bætist við fimm manna stjórn félagsins á föstudag. Nýi stjórnarmaðurinn, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, gegnir um leið því hlutverki að vera í hagsmunagæslu fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Fjórir af tíu stærstu hluthöfum Sýnar eru lífeyrissjóðir, en sömuleiðis eru stóru viðskiptabankarnir þrír allir meðal 15 stærstu hluthafa.

Þrátt fyrir að hagsmunagæsluaðili sjávarútvegsins sé í stjórn Sýnar er ekki þar með sagt að viðkomandi geti haft áhrif á umfjallanir fjölmiðla félagsins. Ritstjóri fréttastofu Sýnar, Erla Björg Gunnarsdóttir, heyrir hins vegar beint undir forstjóra Sýnar, Herdísi Dröfn Fjeldsted, sem er ráðin af stjórn félagsins.

Stjórn Sýnar

Aðalstjórn

  • Hákon Stefánsson
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir
  • Páll Gíslason
  • Petrea Ingileif Guðmundsdóttir
  • Ragnar Páll Dyer

Varastjórn

  • Daði Kristjánsson
  • Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir
Rannveig Eir Einarsdóttir, stjórn Sýnar
Stjórnarmaður á förumRannveig Eir Einarsdóttir víkur úr stjórn Sýnar en Heiðrún Lind Marteinsdóttir kemur inn.
Mynd: Sýn

Ekki mun þurfa að kjósa um stjórn félagsins, þar sem aðeins fimm frambjóðendur eru til stjórnar. Sömuleiðis fengust ekki þrjú framboð í tilnefningarnefnd stjórnar.

Gengi Sýnar í Kauphöllinni hefur fallið um 47% síðasta árið og um 31% á yfirstandandi ári.

Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun 10. febrúar síðastliðinn vegna versnandi horfa.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Sólveig Anna Jónsdóttir
Slúður

Sólveig tókst á við móður trans barna

Віка-Рощина
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

Vesturbæjarlaug
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

Heiða Björg borgarstjóri
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

VÆB
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður