1
Innlent

Lögregla greip inn í þegar hundur var læstur í bíl

2
Minning

Elsku bróðir minn

3
Minning

Safnað fyrir dóttur bráðkvadds föður

4
Innlent

Blaðamaður Morgunblaðsins sakar RÚV um pólitískan áróður

5
Pólitík

Sólveig Anna skýtur á Samstöðina vegna óbirts viðtals við Snorra Másson

6
Menning

Björn Leví veltir fyrir sér atkvæðakaupum í Eurovision

7
Innlent

Fréttastjóri RÚV gefur lítið fyrir orð Hermanns

8
Fólk

Biggi ekki lengur lögga

9
Heimur

Lífvörður Díönu og Hollywood-stjarna látinn 63 ára

10
Innlent

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallar pálmasykur vegna alvarlegrar hættu

Til baka

Svíakonungur beygði sig eftir íslenska fánanum

Það gustaði um Höllu Tómasdóttur við upphaf opinberrar heimsóknar hennar til Svíþjóðar.

Halla Tómasdóttir Svíakonungur
Mynd: AFP

Það gustaði um Höllu Tómasdóttur við upphaf opinberrar heimsóknar hennar til Svíþjóðar.

„Maður gæti nánast haldið að forsetinn Halla Tómasdóttir og sendinefnd hennar hefðu komið með heimskautavindana með sér til Stokkhólms,“ segir í umfjöllun sænska blaðsins Aftonbladet um opinbera heimsókn forseta Íslands í Svíþjóð, sem hófst í Konungshöllinni í Stokkhólmi í dag.

Athygli vakti í hallargarðinum að vindurinn hafði feykt íslenskum fánum á jörðina í gangvegi Höllu og Karls Gústafs Svíakonungs. Konungurinn gerði sér lítið fyrir undir heiðurverði lífvarðasveitarinnar og beygði sig eftir íslenska fánanum á jörðinni og afhenti Höllu.

Halla geislaði þó umfram allt af gleði og veifaði nýfengnum pappafánanum.

Konungurinn sagði síðan í ræðu sinni að tengsl landanna tveggja hefðu aldrei verið sterkari.

„Við erum meira en vinir, nágrannar og samstarfsaðilar – við erum nú bandamenn. Grimmileg innrás Rússlands veldur gífurlegum þjáningum hjá úkraínsku þjóðinni. Hún er einnig alvarleg ógn við frelsi okkar og öryggi. Norðurlöndin standa sameinuð í óbilandi stuðningi okkar við Úkraínu,“ sagði hann.

Halla hafði gleymt lesgleraugum sínum. Þegar kom að ræðu hennar gerði hún látlaust merki til konu í sendinefnd og fékk að láni gleraugu til að geta lesið ræðuna. Síðar komu hennar eigin gleraugu í leitirnar. „Sjáið hvernig vinátta okkar birtist í verki,“ sagði hún glaðlega. „Vinátta okkar á rætur í trausti, sameiginlegum gildum og djúpri samkennd,“ sagði forsetinn og benti á málefni eins og loftslagsvána, aukna ógn við lýðræðið, mannréttindi og öryggismál í Evrópu sem megináherslur heimsóknarinnar.

Í lýsingu Aftonbladet kemur fram að þegar forsetahjónin settust upp í bílalest á leið til næsta viðburðar hafi slæðingur af íslenskum pappafánum fokið eftir jörðinni í hallargarðinum.

Á morgun mun Halla heimsækja Karolinska háskólasjúkrahúsið og kynna sér þar lækningatæki og tækninýjungar. Þá verður haldið í Viðskiptaháskólann í Stokkhólmi og mun Halla taka þátt í samtali um hæfni leiðtoga framtíðarinnar. Síðan heldur hún í ráðhúsið í Stokkhólmi, fer í Konunglega tækniháskólann, í Kvikmyndahúsið svokallaða. Á lokadeginum á fimmtudag heimsækir Halla og föruneyti bæinn Torsåker, þar sem rekin er þróunarstöð fyrir matvæli framtíðar með áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og lýðheilsu.

Halla Tómasdóttir og Ulf Kristersson
Halla með forsætisráðherranumSkemmtilegt hjá íslenska forsetanum og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Rosenbad.
Mynd: AFP
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


BisanOwda_journalist_TW
Heimur

Palestínsk blaðakona á Gaza: „Við erum örmagna, svöng og á vergangi“

Lögreglan
Innlent

Óprúttnir aðilar hafa svikið 100 milljónir út úr landsmönnum á stuttum tíma

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – Mynd: Efling
Pólitík

Sólveig Anna skýtur á Samstöðina vegna óbirts viðtals við Snorra Másson

lee_sansum
Heimur

Lífvörður Díönu og Hollywood-stjarna látinn 63 ára

flemming drejer
Heimur

Grunaður hryðjuverkamaður í haldi í Danmörku

shutterstock_75950536
Innlent

Allt að sex hundar hætt komnir á höfuðborgarsvæðinu vegna hita

heiðar hermann
Innlent

Fréttastjóri RÚV gefur lítið fyrir orð Hermanns

Loka auglýsingu