
Sveinbjörn Helgason hefur verið dæmdur til 30 daga fangelsisvistar fyrir líkamsárás sem átti sér stað í ágúst 2023. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur og var dómurinn birtur fyrir stuttu.
Í dómnum er sagt frá því að Sveinbjörn hafi slegið ónefndan brotaþola með flötum lófa í andlitið, hrint honum svo hann féll fram fyrir sig, sparkað í kviðinn á honum og í kjölfarið ýtt í höfuðið á honum með þeim afleiðingum að hann hlaut tannbrot, þreifieymsli framan á hálsi, sár á neðri vör, eymsli yfir síðu og hruflsár á hné.
Fyrir rétt játaði Sveinbjörn líkamsárásina og samþykkti kröfu brotaþola að greiða honum 250 þúsund krónur í miskabætur og 100 þúsund krónur í málskostnað. Í dómnum er tekið fram að dómurinn hafi verið mildaður þar sem 1 ár og 9 mánuðir hafi liðið frá því að árásin átti sér stað þar til ákæra var gefin út.
Eins og áður sagði var Sveinbjörn dæmdur í 30 daga fangelsi en er sá dómur skilorðsbundinn til tveggja ára.
Komment