
Baldur Þór slapp við frekari fangelsisvistMun sitja inn í fjögur ár fyrir stórfellt fíkniefnaefnalagabrot
Baldri Þór Sigurðarsyni var ekki gerð refsing í Héraðsdómi Reykjavíkur í dómi sem birtur var í dag.
Hann var ákærður fyrir að hafa stolið áfengi úr ÁTVR og snyrtivörum úr Krónunni fyrir rúmar 100 þúsund krónur og fyrir að aka undir áhrifum áfengis, aka gegn rauðu ljósi, án ökuskírteinis og án skráningarmerkis en brotin áttu sér stað árin 2023 og 2024.
Baldur játaði brot sín fyrir rétti en var ekki gerð refsing vegna þess að hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi þann 28. apríl fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.
Hann þarf þó að borga verjanda sínum 400 þúsund krónur í málsvarnarlaun.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment