1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

3
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

4
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

5
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

6
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

7
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

8
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

9
Innlent

Boða til mótmæla við ríkisstjórnarfund í byrjun maí

10
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

Til baka

Stjórn Sósíalista setur hömlur á tjáningu flokksmanna

„Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út.“

Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári EgilssonEr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins og hfefur sætt gagnrýni hóps flokksmanna.
Mynd: Sósíalistaflokkurinn

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, hefur tilkynnt flokksmönnum að hömlur hafi verið settar á tjáningu þeirra til að róa umræður á vettvangi flokksmanna, Rauða þræðinum á Facebook.

„Það var samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar fyrir nokkrum vikum að hægja á því fólki sem hefur að mörgu leyti lagt undir sig þennan vettvang, sett hér inn marga statusa á dag og kommentað á mínútu fresti. Admin mun því setja þær skorður á fólk að það geti aðeins sett inn einn status á dag og eitt koment á hverri klukkustund. Þetta er regla sem gildir um alla,“ segir Gunnar Smári.

Hann segir að hömlurnar séu tímabundnar en verði hugsanlegar framlengdar.

„Fyrst er fólk settar þessar skorður í viku, en síðan lengur ef þurfa þykir. Þessar reglur eru settar til að kæla aðeins niður hitann sem hér kviknar á þráðum. Hugmyndin hefur alltaf verið að sú, að þetta sé vettvangur fyrir umræðu um pólitík og samfélag. Þá fer ekki vel að fólk sé hrópandi og æst. Það er fráhrindandi fyrir þau sem vilja taka þátt.“

Gunnar Smári hefur verið harðlega gagnrýndur og svarað fyrir sig eftir að formaður ungliðahreyfingar flokksins sagði sig úr kosningastjórn og sakaði formann framkvæmdastjórnar um ólýðræðisleg vinnubrögð og yfirgang. „Ég get ekki leng­ur starfað inn­an for­ystu sem huns­ar lýðræðis­lega gagn­rýni, viðheld­ur óheil­brigðri menn­ingu og refs­ar þeim sem benda á vanda­mál­in,“ skrifaði hann í bréfi til flokksmanna.

Viðbrögð flokksmanna hafa verið misjöfn. „Mikið rosalega er þetta ólýðræðislegt,“ segir einn flokksmaður. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út,“ segir annar.

Fundargerð framkvæmdastjórnar hefur ekki verið birt. Engin fundargerð framkvæmdastjórnar hefur verið birt frá 5. október í fyrra.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Sólveig Anna Jónsdóttir
Slúður

Sólveig tókst á við móður trans barna

Віка-Рощина
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

Vesturbæjarlaug
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

Heiða Björg borgarstjóri
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

VÆB
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður