
Sigurður Helgason, höfundur og upplýsingafulltrúi, er fallinn frá en mbl.is greinir frá andláti hans. Hann var 70 ára gamall.
Sigurður fæddist í Reykjavík árið 1954 og ólst upp í Vesturbænum. Eftir grunnskóla fór hann í MR og þaðan í HÍ þar sem hann lærði bókasafnsfræði og sagnfræði. Sigurður starfaði meðal annars sem kennari í Fellaskóla og fréttamaður hjá RÚV áður en hann hóf störf hjá Umferðarstofu. Þar starfaði hann lengst sem upplýsingafulltrúi.
Sigurður var mikill og góður penni og þýðandi og var virkur á því sviði um nokkurt skeið. Nýjasta bók hans kom út árið 2023 og heitir Vesturbærinn - Húsin, fólkið og sögurnar. Hann var virkur í félagsstarfi, bæði í Vesturbænum og Laugardalnum.
Sigurður lætur eftir sig eiginkonu og en þau eignuðust saman þrjú börn.
Komment