1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

3
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

4
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

5
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

6
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

7
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

8
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

9
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

10
Peningar

Tekjur Carlsberg rjúka upp

Til baka

Sigrún segist vera leppur Sósíalistaflokksins

Vill losna við ábyrgðina sem hún hefur

Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks ÍslandsDeilur innan raða flokksins halda áfram
Mynd: Sósíalistaflokkurinn

„Ég lít bara á það í dag að ég sé leppur. Þetta félag er bara í vasanum á framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands. Við erum þarna tvær skráðar fyrir Vorstjörnunni, við höfum ekki hugmynd um hvað er að gerast þarna og það er enginn sem vill losa okkur undan þessu með formlegum hætti,“ segir Sigrún E. Unnsteinsdóttir, stjórnarmaður í Vorstjörnunni, í ítarlegu viðtali við Heimildina í blaðinu sem kom út fyrr í dag.

Miklar deilur hafa verið innan flokksins um ýmis málefni eins og Mannlíf hefur fjallað um undanfarið.

Viðtalið við Sigrúnu varpar nýju ljósi á deilurnar innan flokksins og félagsins, sem ber nafnið Vonarstjarnan. Félagið var stofnað utan um húsnæði Sósíalistaflokks Íslands í Bolholti en er einnig styrktarsjóður sem hefur það hlutverk að styðja hin verr settu í að byggja upp og reka hagsmunabaráttu sína.

Sigrún er enn prókúruhafi í Vorstjörnunni en illa gengur fyrir hana að losa sig þaðan þar sem þarf að boða til aðalfundar í félaginu. Sigrún fái hins vegar engar upplýsingar um neitt sem fer fram í félaginu og fái ekki símtöl.

„Löglega er ég ábyrg. Ég er ekki að ásaka neinn um neitt. En þetta er náttúrlega klemma sem ég er í. Það var aldrei ætlunin að vera einhver leppur. Þetta félag er bara í vasanum á framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands.“

Sara Stef. Hildardóttir, varaformaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, neitar í samtali við Heimidina að eitthvað furðulegt sé í gangi.

Framkvæmdastjórn flokksins skipa: Gunnar Smári Egilsson, Hallfríður Þórarinsdóttir, Kári Jónsson, Laufey Líndal Ólafsdóttir, Luciano Dutra, Margrét Pétursdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir, Sara Stef. Hildardóttir og Sæþór Benjamin Randalsson.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Lögreglan, ljós
Innlent

Lestrarhestur með vesen á bókasafni

Sólveig Anna Jónsdóttir
Slúður

Sólveig tókst á við móður trans barna

Віка-Рощина
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

Vesturbæjarlaug
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

Heiða Björg borgarstjóri
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm