
Sérsveit ríkislögreglustjóraMyndin er úr safni.
Sérsveit ríkislögreglustjóra ásamt Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru nú í útkalli í Úlfarsárdal vegna hnífsstunguárásar.
Vitni sem hafði samband við Mannlíf sá að minnsta kosti þrjá ómerkta lögreglubíla, einn merktan og einn slökkviliðsbíl bruna í átt að Úlfarsárdal rétt í þessu.
Samkvæmt Hjördísi Sigurbjartsdóttur aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Vínlandsleið, er um að ræða hnífaárás og að sérsveitin hafi verið kölluð út, eins og alltaf þegar vopn eru annars vegar.
Að öðru leyti getur lögreglan ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment