1
Innlent

Lögregla greip inn í þegar hundur var læstur í bíl

2
Menning

Ísrael fékk flest atkvæði almennings í Eurovision

3
Minning

Safnað fyrir dóttur bráðkvadds föður

4
Menning

Blótar og biður leikara að standast Trump

5
Heimur

101 manns drepin á Gaza á meðan Evrópa fagnaði Eurovision

6
Innlent

Hitinn gæti náð 23 gráðum í Reykjavík í dag

7
Innlent

Sótölvaður maður sló ungmenni

8
Heimur

Tveir létust þegar mexíkóskt sjóliðaskip rakst á Brooklyn-brúna

9
Menning

Fjölskyldudeila Adidas og Puma verður gerð að sjónvarpsþáttaröð

10
Innlent

Kráarslagsmál í rannsókn hjá lögreglunni

Til baka

Sérstakur saksóknari gerði verksamning við PPP

Dómsmálaráðherra vonast til að eftirlitsnefnd með störfum lögreglu taki frumkvæði í málinu

Ólafur Þ. Hauksson
Ólafur Þór HaukssonMálið virðist stækka og stækka.
Mynd: Kastljós-skjáskot

Sérstakur saksóknari, Ólafur Þ. Hauksson, gerði verktakasamning við fyrirtækið PPP sf. um rannsókn tiltekins sakamáls. Í samningnum, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, kemur fram að fyrirtækið eigi að ljúka rannsókn sem eigendur þess, Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, höfðu áður sinnt sem starfsmenn embættisins.

Þeir stofnuðu PPP sf. á meðan þeir störfuðu enn hjá sérstökum saksóknara, og í desember 2011 unnu þeir bæði fyrir embættið og nýstofnað fyrirtækið, að því er virðist að sömu verkefnum.

Grunur vaknaði síðar um að þeir hefðu tekið gögn ólöglega frá embættinu og brotið þagnarskyldu, og voru þeir kærðir til ríkissaksóknara. Í lögregluskýrslu með Ólafi Þ. Haukssyni, sem Morgunblaðið hefur einnig undir höndum, kemur fram að hann hafi vitað af stofnun fyrirtækisins og að það hefði svipuð markmið og verkefni tengd slitabúum og öðrum stórum hagsmunaaðilum.

Fleiri tengjast málinu

Ríkissaksóknari ákvað í gær að fela lögreglunni á Suðurlandi að rannsaka málið. Hluti rannsóknarinnar snýr að ákvörðun Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara um að láta rannsókn á gagnaleka niður falla árið 2012.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vonast til að eftirlitsnefnd með störfum lögreglu taki frumkvæði í málinu, en nefndin getur þó ekki rannsakað embættisfærslur saksóknara sjálfs.

Málefnið verður líklega tekið fyrir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á mánudag. Heimildir Morgunblaðsins herma að Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður, muni ekki mæta á fundinn, en hann starfaði áður með Guðmundi Hauki og Jóni Óttari hjá embætti sérstaks saksóknara.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Lögreglan, ljós
Innlent

Kráarslagsmál í rannsókn hjá lögreglunni

Anton Rafn Ásmundsson
Minning

Safnað fyrir dóttur bráðkvadds föður

Hundur í bíl
Innlent

Lögregla greip inn í þegar hundur var læstur í bíl

Google12-1740481060128
Menning

Fjölskyldudeila Adidas og Puma verður gerð að sjónvarpsþáttaröð

250518_0300_012
Innlent

Hitinn gæti náð 23 gráðum í Reykjavík í dag

Skip siglir á Brooklyn-brúnna
Myndband
Heimur

Tveir létust þegar mexíkóskt sjóliðaskip rakst á Brooklyn-brúna

Gaza
Heimur

101 manns drepin á Gaza á meðan Evrópa fagnaði Eurovision

loggan-696x385
Innlent

Sótölvaður maður sló ungmenni

Loka auglýsingu