
Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og hún er kölluð, lætur Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hafa það óþvegið í nýlegri Facebook-færslu.
Söng og baráttukonan Magga Stína skrifaði færslu til höfuðs utanríkisráðherra Íslands. Tilefnið er ávart Önnu Jóhannsdóttur, fastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum í New York, sem hún flutti í umræðu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ástandið í Miðausturlöndum í fyrradag, þar sem hún lýsti yfir áhyggjum af skelfilegu mannúðarástandi á Gaza og hernaðaraðgerðum á Vesturbakkanum sem hafa ágerst undanfarið.
Magga Stína gefur lítið fyrir ávarpið og kallar það væl. Segir hún einnig að utanríkisráðherra sé gagnslaus og að Ísland sé löngu selt Bandaríkjamönnum.
„Ísland hefur enga sjálfstæða utanríkisstefnu. Ráðherra utanríkismála er gagnslaus og gegnir aðeins hlutverki sem handbendi bandarískra yfirboðara sinna. Landið er löngu selt.
Þetta væl er verra en ekkert! Aðeins enn ein blaut tuskan sem íslenskt ríkisvald slengir framan í Palestínskan almenning.“
Söngkonan endar á köldum orðum sem hún beinir að bæði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.
„Ríkisstjórn Íslands styður, og greiðir fyrir þjóðarmorði. Það er það eina sem hún gerir.“
Komment