
Anton Rafn Ásmundsson varð bráðkvaddur í byrjun mánaðarins, aðeins 45 ára gamall. Anton lætur eftir sig unga dóttur, aðeins þriggja ára gamla, Sigrúnu Rós.
Vinur Antons, Agnar Jónsson, hefur nú hrundið af stað söfnun til þess að styðja Sigrúnu litlu eftir föðurmissinn.
„Eftir standa ástvinir hans, en ekki síst dóttir hans, Sigrún Rós Antonsdóttir, sem nú þarf að takast á við lífið án föður síns,“ segir Agnar í færslu á Facebook. „Það er ekkert sem getur bætt henni þetta tap. En mig langar að stofna minningarsöfnun í hans nafni. Allur stuðningur – stór sem smár – skiptir máli og mun skipta sköpum.“
Anton var golfari og lét sig varða kristni. „hlýr, einlægur og átti auðvelt með að tengjast fólki með nærveru sinni.“ Útför hans fór fram í Digraneskirkju á föstudag.
Agnar biður fólk að dreifa erindinu. Sjálfur hefur hann átt erfitt með að meðtaka missinn. „Síðan þetta gerðist hef ég átt erfitt með að meðtaka raunveruleikann. En sama hvað mér finnst, þá er þetta því miður sú sorglega staða sem blasir við, bæði mér og öllum þeim sem þekktu Anton.“
Hann biður fólk að deila og dreifa skilaboðunum.
Reikningurinn er framtíðarreikningur í nafni SIgrúnar Rósar.
0542-18-222430
Kennitala: 040222-2430
Nafn: Sigrún Rós Antonsdóttir
Komment