1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

3
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

4
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

5
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

6
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

7
Innlent

Njósnari Björgólfs fékk 135 milljónir frá Samherja

8
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

9
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

10
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

Til baka

Prófessor segir „rógi“ og „níði“ hafa verið dreift innan Háskóla Íslands

Skorar á Silju Báru Ómarsdóttur, nýkjörinn rektor, að stíga fram.

Jón Ólafsson prófessor
Jón ÓlafssonEr meðal annars menntaður í siðfræði.
Mynd: Háskóli Íslands

Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði og Sovétsögu, segir að borinn hafi verið út skipulegur rógur um Magnús Karl Magnússon, rektorsframbjóðanda sem laut naumlega í lægra haldi fyrir Silju Báru Ómarsdóttur.

„Það hefur valdið mér undrun og sett mig út af laginu að sjá hvernig sumir kollegar mínir, þar á meðal fólk sem ég hef hingað til haft nokkurt álit á, reyndu síðustu vikurnar og sér í lagi dagana fyrir kjörið að koma óorði á Magnús, dreifandi rógi, rangfærslum og hreinu níði um hann og um leið okkar góða hóp,“ segir Jón.

Hann skorar á Silju Báru að „stíga fram“ enda geti „hún ein hindrað ómaklegar aðdróttanir“.

„Ég vona einlæglega að þessar kosningar sem að langmestu leyti voru góð lýðræðisleg upplifun leiði ekki til klofnings innan háskólans vegna þess að einhver hópur fólks getur ekki hamið sig. Það væri svartur blettur á lýðræðinu innan skólans okkar, þjónar ekki hagsmunum hans og síst verðandi rektors.“

Jón er stuðningsmaður Magnúsar Karls og segir baráttu hans hóps hafa farið prúðmannlega fram. „Fyrir mig hefur verið magnað að taka þátt í þessu. Tugir nemenda og starfsmanna lögðu mikið á sig í kosningabaráttunni sem einkenndist af gleði og einlægum áhuga á velferð Háskólans. Barátta okkar var prúðmannleg – það var mjög skýrt prinsipp að gera hvorki lítið úr mótframbjóðendum né reyna að grafa undan þeim – þannig var það í báðum umferðum. Þrátt fyrir tap er þessi samhenti hópur ánægður með að sína frammistöðu, sinn mann og þau málefni sem hann setti á oddinn.“

Magnús Karl vann fleiri atkvæði nemenda, en Silja Bára fór með sigur af hólmi með fleiri atkvæðum kennara. Atkvæði starfsfólks vógu 70% í kjörinu og atkvæði nemenda 30%.

Þar sem Silja Bára hlaut 50,7 prósent atkvæða hlaut hún tilnefningu í embætti rektors og verður sett í embættið 1. júlí næstkomandi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Sarah sjúkrahús
Heimur

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi rannsaka hjúkrunarfræðing vegna kláms

Bubbi
Fólk

Bubbi leggur línurnar fyrir fullkominn dag

Jón Óttar Ólafsson
Nærmynd
Innlent

Njósnari Björgólfs fékk 135 milljónir frá Samherja

AFP__20250326__2207021450__v1__HighRes__UnitedNationsSecurityCouncilMeetsOnWarInUkra
Heimur

Danmörk og Noregur lýsa yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins á Gaza

Ólafur Ágúst Hraundal
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangelsiskerfið er sprungið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Pólitík

Þorgerður Katrín segir Rússa helstu ógnina

refaveira
Landið

Hundasogslús líklega greind í íslenskum refi í fyrsta sinn

EldsvoðiIndland
Heimur

15 látnir eftir eldsvoða á hóteli