1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

3
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

4
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

5
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

6
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

7
Innlent

Njósnari Björgólfs fékk 135 milljónir frá Samherja

8
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

9
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

10
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

Til baka

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu

Myndirnar voru teknar fyrir mörgum áratugum

Aki Yashiro
Aki Yashiro var ein vinsælasta söngkona JapanMargir hafa fordæmt fyrirhugaða myndbirtingu

Japanskt plötufyrirtæki stendur nú frammi fyrir mikilli gagnrýni eftir að hafa tilkynnt útgáfu á geisladiski með látinni söngkonu sem inniheldur nektarmyndir af henni sem voru teknar fyrir mörgum áratugum.

Fylkisstjórinn í Kumamoto í suðurhluta Japans, þar sem söngkonan Aki Yashiro var ættuð frá, fordæmdi ákvörðunina harðlega og kallaði hana „ófyrirgefanlega“ í bloggfærslu sem birt var á miðvikudaginn.

Geisladiskurinn á að koma út næsta mánudag, samkvæmt plötufyrirtækinu, sem greindi frá því að útgáfan muni innihalda tvær nektarmyndir af Yashiro sem „bónus“. Útgefandinn segir að myndirnar hafa verið teknar af fyrrverandi maka hennar þegar hún var á þrítugsaldri.

„Ef þetta er ekki hefndarklám, hvað er það þá?“ skrifaði fylkisstjórinn Takashi Kimura í bloggfærslu.

Makoto Ono, fulltrúi fyrirtækisins sem sér um vefsíðu Yashiro, hefur einnig fordæmt málið opinberlega. „Tilkynningin (um útgáfu nektarmyndanna) er afar ógeðfelld og algjörlega óásættanleg,“ sagði Ono í fréttatilkynningu fyrr í vikunni.

Fyrirtæki hans sendi bréf til plötufyrirtækisins í mars í gegnum lögmenn og krafðist þess að útgáfan yrði stöðvuð, en hafði ekki fengið svar, að sögn fyrirtækisins.

Plötufyrirtækið, sem er staðsett í Kagoshima-héraði, hefur sagt við japanska fjölmiðla að það eigi réttinn að myndunum. Notendur samfélagsmiðla í Japan hafa fordæmd fyrirtækið. „Nektarmyndir gefnar út án samþykkis eftir andlát... Svona má aldrei gerast,“ skrifaði einn notandi á samfélagsmiðlinum X.

Yashiro, sem steig fyrst fram á sjónarsviðið í Japan á áttunda áratugnum, var landsþekkt sem drottning enka-tónlistarinnar en hún lést árið 2023.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Sarah sjúkrahús
Heimur

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi rannsaka hjúkrunarfræðing vegna kláms

Bubbi
Fólk

Bubbi leggur línurnar fyrir fullkominn dag

Jón Óttar Ólafsson
Nærmynd
Innlent

Njósnari Björgólfs fékk 135 milljónir frá Samherja

AFP__20250326__2207021450__v1__HighRes__UnitedNationsSecurityCouncilMeetsOnWarInUkra
Heimur

Danmörk og Noregur lýsa yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins á Gaza

Ólafur Ágúst Hraundal
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangelsiskerfið er sprungið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Pólitík

Þorgerður Katrín segir Rússa helstu ógnina

refaveira
Landið

Hundasogslús líklega greind í íslenskum refi í fyrsta sinn

EldsvoðiIndland
Heimur

15 látnir eftir eldsvoða á hóteli