1
Pólitík

Hagfræðingur SFS gerir grín að gagnrýninni

2
Innlent

Lögregla greip inn í þegar hundur var læstur í bíl

3
Menning

Ísrael fékk flest atkvæði almennings í Eurovision

4
Menning

Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva hóta refsingu fyrir að minnast á Gaza

5
Menning

Blótar og biður leikara að standast Trump

6
Heimur

101 manns drepin á Gaza á meðan Evrópa fagnaði Eurovision

7
Minning

Safnað fyrir dóttur bráðkvadds föður

8
Innlent

Hitinn gæti náð 23 gráðum í Reykjavík í dag

9
Innlent

Sótölvaður maður sló ungmenni

10
Heimur

Tveir létust þegar mexíkóskt sjóliðaskip rakst á Brooklyn-brúna

Til baka

Páll Óskar flytur ávarp á samstöðufundi fyrir Palestínu

Fyrrverandi Eurovision-farar Íslands stjórna samsöng.

palli-palestina
Páll Óskar HjálmtýssonPáll Óskar styður Palestínu.
Mynd: Samsett

Boðið hefur verið til samstöðugöngu fyrir Palestínu, sem hefst við bandaríska sendiráðið við Engjateig laugardaginn 17. maí klukkan 14:30. Gengið verður niður Laugaveg og á Austurvöll en það er félagið Ísland-Palestína sem stendur fyrir göngunni.

Páll Óskar Hjálmtýsson og Nadine Abu Arafeh flytja ávörp á samstöðufundinum á Austurvelli auk þess sem fyrrverandi Eurovision-keppendur Íslands leiða samsöng. Fram kemur í viðburðalýsingunni á Facebook að fundurinn verði táknmálstúlkaður af Margréti Baldursdóttur táknmálstúlki.

Í viðburðarlýsingunni er ástæðan fyrir samstöðugöngunni og fundinum útskýrð á eftirfarandi hátt:

„Allur heimurinn sér að það sem Ísrael er að gera á Gaza er þjóðarmorð. Á meðan stjórnmálafólk afsakar aðgerðarleysi sitt, krefst almenn­ing­ur aðgerða – og það strax. Við getum ekki látið orð og áskoranir duga til að eiga við ríki sem er að fremja hryllilegustu stríðsglæpi í áratugi. Við getum ekki látið eins og ekkert sé og tekið þátt í söngvakeppni við hlið ríkis sem fremur þjóðarmorð. Við getum ekki brugðist börnunum á Gaza sem eru nú svelt af Ísrael vikum saman ofan á það að vera sprengd, skotin eða gerð foreldra- og fjölskyldulaus. Við erum fólkið. Mætum. Mótmælum. Stöndum með mannúð og réttlæti.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Anton Rafn Ásmundsson
Minning

Safnað fyrir dóttur bráðkvadds föður

Hundur í bíl
Innlent

Lögregla greip inn í þegar hundur var læstur í bíl

Google12-1740481060128
Menning

Fjölskyldudeila Adidas og Puma verður gerð að sjónvarpsþáttaröð

250518_0300_012
Innlent

Hitinn gæti náð 23 gráðum í Reykjavík í dag

Skip siglir á Brooklyn-brúnna
Myndband
Heimur

Tveir létust þegar mexíkóskt sjóliðaskip rakst á Brooklyn-brúna

Gaza
Heimur

101 manns drepin á Gaza á meðan Evrópa fagnaði Eurovision

loggan-696x385
Innlent

Sótölvaður maður sló ungmenni

Ísrael Eurovision YUVAL Raphael
Menning

Ísrael fékk flest atkvæði almennings í Eurovision

Loka auglýsingu