1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

3
Innlent

Harmar „slæma upplifun“ Írisar Vönju á viðbrögðum lögreglunnar

4
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

5
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

6
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

7
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

8
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

9
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

10
Innlent

Boða til mótmæla við ríkisstjórnarfund í byrjun maí

Til baka

Óöryggi og samskiptaleysi í tapleik Íslands

Fyrsti landsleikur undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar gekk ekki vel

Andri Lucas að spila fyrir hönd Íslands
Andri Lucas í leik með landsliðinuMyndin tengist fréttinni ekki beint
Mynd: KSÍ

Það var fátt um fína drætti hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu í leik liðsins gegn Kósovó fyrr í kvöld.

Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar og tefldi Arnar fram sókndjarfara liði en Íslendingar eiga að venjast. Leikurinn fór fram á heimavelli Kósovó og er hægt að segja að heimamenn hafi stjórnað leiknum frá upphafi til enda þrátt fyrir íslenska landsliðið, og þá sérstaklega Orri Steinn, hafi náð að skapa sér góð marktækifæri og að Íslandi hafi verið meira með boltann.

Fyrsta mark leiksins skoraði Lumbardh Dellova á 11. mínútu eftir að varnarmenn Íslands sváfu á verðinum eftir aukaspyrnu sem send var inn á vítateig Íslands. Sú forysta entist þó ekki lengi en Orri Steinn Óskarsson náði að jafna metinn með frábæru marki eftir glæsilega sendingu frá Ísaki Bergmann.

Það var svo á 57. mínútu sem heimamenn komust aftur yfir eftir klaufaskap Hákons Arnars og héldu því restina af leiknum. Bæði lið fengu tækifæri til að bæta við en niðurstaðan 2-1 sigur Kósovó.

Það var furðulegt að fylgjast með leik liðsins en leikmenn voru sýnilega óöryggir, óákveðnir og orkulausir. Það á sérstaklega við varnarmenn Íslands og er í raun ótrúlegt að Aron Einar Gunnarsson og Guðlaugur Victor Pálsson hafi klárað leikinn og í eiginlega áfellisdómur yfir þeim varnarmönnum sem sátu á bekknum.

Einu ljóst punktarnir voru frammistöður Hákons Rafns Valdimarssonar og Orra Steins Óskarssonar.

Einkunnir liðsins:

Hákon Rafn Valdimarsson – 6
Guðlaugur Victor Pálsson – 4
Aron Einar Gunnarsson – 4
Sverrir Ingi Ingason – 5
Mikael Egill Ellertsson – 5
Ísak Bergmann Jóhannesson - 5 (65′)
Hákon Arnar Haraldsson – 4
Logi Tómasson – 4 (65′)
Albert Guðmundsson - 5 (65′)
Orri Steinn Óskarsson – 7 – Maður leiksins
Andri Lucas Guðjohnsen – 4

Varamenn:

Arnór Ingvi Traustason (65′) – 5
Stefán Teitur Þórðarson (65′) – 5
Jón Dagur Þorsteinsson (65′) – 5

Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Sólveig Anna Jónsdóttir
Slúður

Sólveig tókst á við móður trans barna

Віка-Рощина
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

Vesturbæjarlaug
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

Heiða Björg borgarstjóri
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

VÆB
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður