
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er sagt frá því að lögreglan hafi verið kölluð til vegna innbrots í raftækjaverslun. Lögregla var fljót á staðinn og hafði innbrotsþjófurinn mjög lítinn tíma til að athafna sig. Málið er í rannsókn samkvæmt lögreglu.
Ökumaður var handtekinn þar sem hann hafði ekið bifreið sinni á kyrrstæðar bifreiðar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Þá er hann einnig sviptur ökuréttindum. Við afskipti lögreglu neitaði maðurinn að koma út úr bifreiðinni og þurfti að færa hann úr bifreiðinni með valdi.
Tilkynnt var um yfirstaðna líkamsárás í miðbænum utan við skemmtistað. Lögregla fór á staðinn og ræddi við alla aðila sem komu að málinu.
Lögregla var kölluð þar sem umferðarslys hafði átt sér stað. Þar hafði bifreið verið ekið á staur og var ökumaður eitthvað slasaður eftir. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar og er málið í rannsókn.
Tilkynnt var um slagsmál milli ungmenna við verslunarmiðstöð og er það í rannsókn.
Komment