
Óhugnanlegt myndband sýnir sprengingu fyrir utan glasafrjóvgunarstöð í Palm Springs, Kaliforníu að morgni laugardagsins 17 maí, þar sem reykjarstrókur þýtur upp í loftið.
TMZ fékk myndband í hendurnar þar sem allt virðist rólegt í sólskíninu, þangað til sprenging heyrist skyndilega og dökkur reykur rís hratt upp í loftið.
Einn maður lést í sprengingunni, sá grunaði sjálfur, og fjórir slösuðust. Atvikið átti sér stað fyrir utan American Reproductive Centers, sem sérhæfir sig í glasafrjóvgun.
Alríkislögreglan FBI greinir frá því að 25 ára gamall maður, Guy Edward Bartkus, frá Twentynine Palms í Kaliforníu, hafi sprengt bílsprengju. Talið er að hann hafi sjálfur látist í sprengingunni en líkami hans fannst við brunninn bíl.
Samkvæmt heimildum TMZ hélt Bartkus því fram að mannkynið ætti að hætta að fjölga sér, og viðhafði svokallaðar "antinatalistískar" skoðanir. Einnig er talið að hann hafi skilið eftir skrif gegn "lífsvænleika" (e. anti-pro-life) og meðgöngu áður en hann framdi árásina.
Þrátt fyrir að sprengingin hafi valdið skemmdum á byggingunni, sluppu fósturvísarnir óskaddaðir.
Atvikið er rannsakað sem hryðjuverka, samkvæmt Akil Davis, aðstoðarframkvæmdastjóra FBI í Los Angeles.
Komment