1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

3
Innlent

Njósnari Björgólfs fékk 135 milljónir frá Samherja

4
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

5
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

6
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

7
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

8
Innlent

Uppsagnir hjá Sýn

9
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

10
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

Til baka

Nýi ráðherrann, Guðmundur Ingi, hefur barist allt sitt líf

Guðmundur Ingi varð öryrki eftir bílslys. Hann eignaðist ungur langveikt barn.

Guðmundur Ingi Kristinsson
Guðmundur Ingi KristinssonNýr ráðherra mennta- og barnamála úr Flokki fólksins.
Mynd: Kristinn Magnússon

Þegar Guðmundur Ingi Kristinsson var fyrst kjörinn á Alþingi árið 2017, varð hann fyrir því sem margir með hans bakgrunn þekkja svo vel. Hann þurfti að endurgreiða örorkubæturnar.

„Ég þarf að borga nokkur hundruð þúsund til baka. Allt þetta ár sem ég hef fengið frá þeim,“ sagði Guðmundur Ingi í viðtali þar sem hann furðaði sig á að það væri „verið að lemja á þeim sem síst skyldi sem geta ekki varið sig“.

Nú er Guðmundur Ingi sannarlega ekki í stöðu öryrkja, heldur tekur hann við starfi sem fylgir gríðarlegt álag. Og er launað sem slíkt. Um leið og Guðmundur Ingi verður mennta- og barnamálaráðherra hækka launin hans í 2.487.072 kr. á mánuði, fyrir utan endurgreiðslur. Þar með talið er síma og netkostnaður upp á 131 þúsund krónur á ári, fastur starfskostnaður ríflega 600 þúsund á ári og ýmiss konar ferðakostnaður breytilegur eftir verkefnum.

Varð öryrki eftir bílslys

Guðmundir Ingi Kristinsson fæddist í Reykjavík á Bastilludaginn, 14. júlí 1955. Hann er sonur Kristins Jónssonar og Andreu Guðmundsdóttur. Hann útskrifaðist með gagnfræðipróf frá trésmíðideild Ármúlaskólans 1972 og hélt áfram námi við trésmíðadeild Iðnskólans í Reykjavík. Störf hóf hann þó í öðrum geira. Hann var lögreglumaður í Grindavík og Keflavík árin 1974 til 1989 og síðar afgreiðslumaður í versluninni Brynju við Laugaveg í 8 ár, en hún selur ýmislegt til viðhalds heimila.

Það var árið 1993 sem líf hans tók breytingum, þegar hann lenti á krossgötum sem leiddu hann á endanum í nýja vegferð. Þá lenti hann í bílslysi. Og eins og hann lýsti í viðtali við DV 2017, lenti hann á biðlista. „Það sem verra var þá lenti ég líka á biðlista. Þegar ég var loksins búinn í aðgerð og var að jafna mig þá fór mjóbakið, þá þurfti ég að fara í aðra aðgerð,“ sagði hann í viðtalinu.

Eftir að …

Opnaðu með áskrift

Mannlíf býður upp á áskrift að efni sem er tímafrekt í vinnslu og krefst aukinnar ritstjórnarvinnu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Stjúpmóðirin
Heimur

Hjúkrunarfræðingur grunaður um að nauðga 15 ára stjúpsyni sínum

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans
Ný frétt
Peningar

Landsbankinn græddi þúsund krónur á sekúndu

Lögreglan
Innlent

Lögreglan lítur mál Lúðvíks „mjög alvarlegum augum“

Bryndís Klara
Innlent

Piltur dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að myrða Bryndísi Klöru

Richard Burrows
Heimur

Eftirlýsti barnaníðingurinn Burrows handtekinn eftir 27 ár á flótta

Kerti
Minning

Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur látin