
Mynd: Aðsend
Samtökin No Borders Iceland hafa nýverið hrundið af stað nýrri tónleikaröð.
Tónleikar án landamæra, sem hefur það að markmiði að stuðla að vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og stöðu þeirra á Íslandi. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum er lögð áhersla á valdeflingu, inngildingu, skilning og samstöðu í gegnum tónlist og samfélagslega þátttöku.
Viðburðirnir fara almennt fram á sex vikna fresti og næstu tónleikar verða haldnir þann 30. apríl á Prikinu. Meðal þeirra sem koma fram eru Sesar A, ásamt DJ. Flugvél og Geimskip og MC MYASNOI.
Hægt er að skoða viðburðin hér.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment