1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

3
Innlent

Njósnari Björgólfs fékk 135 milljónir frá Samherja

4
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

5
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

6
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

7
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

8
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

9
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

10
Innlent

Uppsagnir hjá Sýn

Til baka

Njósnari Björgólfs fékk 135 milljónir frá Samherja

Rannsóknarlögreglumaðurinn fyrrverandi, Jón Óttar Ólafsson, átti í óviðeigandi samskiptum við fréttamann Kveiks.

Jón Óttar Ólafsson
Jón Óttar ÓlafssonKemur hér fram í myndbandi Samherja um Seðlabankamálið.
Mynd: Samherji

Jón Óttar Ólafsson, afbrotafræðingur og fyrrverandi lögreglumaður, stundaði njósnir fyrir ríkasta Íslendinginn, Björgólf Thor Björgólfsson, vegna hópmálsóknar gegn honum árið 2012, samkvæmt umfjöllun Kveiks á RÚV í gærkvöldi sem byggir á gagnaleka.

Jón Óttar hefur ekki aðeins starfað fyrir Björgólf Thor, heldur greiddi útgerðarfélagið Samherji honum 135 milljónir króna fyrir vinnu sem tengdist rannsókn Seðlabanka Íslands. Jón Óttar er doktor í afbrotafræði frá Camebridge-háskóla í Bretlandi. Þá gaf hann út glæpasöguna Hlustað skömmu eftir að hann hafði tekið að sér njósnir.

Í umfjöllun Kveiks í gærkvöldi kom fram að árið 2012 hafi Björgólfur Thor Björgólfsson auðmaður, ráðið hann og fyrirtæki hans PPP til þess að njósna um hluthafa og lögmenn, meðal annars Vilhjálm Bjarnason, fjárfesti og síðar þingmann.

Um svipað leyti átti hann í óvenjulegum samskiptum við fréttamann Kveiks, sem fjallaði síðan um hann í gærkvöldi.

Fékk 135 milljónir króna frá Samherja

Eftir störf sín fyrir Björgólf Thor fór Jón Óttar að vinna fyrir útgerðarfélagið Samherja í máli sem varðaði rannsókn Seðlabanka Íslands á gjaldeyrisviðskiptum útgerðarinnar. Fram kom fyrir fjórum árum að Samherji greiddi Jóni Óttari himinháar greiðslur fyrir störf hans frá árinu 2013. Ráðgjafastofa hans rukkaði útgerðarfélagið um 135 milljónir króna fyrir vinnu sína. Þetta hafi komið í ljós þegar Jón Óttar bar vitni í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabankanum.

Jón Óttar greindi frá því að hann hefði verið ráðinn til Samherja þegar fyrirtækið leitaði að sérfræðingi með reynslu í gagnagreiningu og samvinnu við lögmenn. Fljótlega hafi hann áttað sig á því að ásakanir Seðlabanka Íslands væru óljósar og óskýrar. Í tengslum við starfið þurfti hann að ferðast víða um heim, safna gögnum, nálgast afrit af tölvupóstum frá erlendum dótturfélögum Samherja, taka viðtöl og afla upplýsinga um verklag fyrirtækjanna. Hann samdi jafnframt greinargerðir fyrir lögmenn hérlendis og útskýrði fyrir þeim hvernig rekstri erlendu félaganna hefði í raun verið háttað.

Sem dæmi nefndi hann starfsemi Samherja á Las Palmas á Kanaríeyjum. „Það kom í ljós að tölvupóstarnir sem Seðlabankinn byggði á og höfðu skilað sér til Íslands voru bara eitt prómill af þeim póstum sem voru til þarna,“ sagði Jón Óttar. „Það var mjög mikill súbstans í þessum rekstri þarna úti.“

Að auki voru margir tugir reikninga lagðir fyrir Jón Óttar, samkvæmt fréttinni, sem hann hafði gefið út á nafni Samherja. Þó það hafi tekið nokkurn tíma að fara í gegnum öll gögnin, staðfesti hann ætti að lokum alla reikningana.

Í fyrrgreindum réttarhöldum spurði Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Seðlabanka Íslands, Jón Óttar hvort hlutverk hans hefði falist í að framkvæma heildstæða úttekt á starfsemi Samherja, dótturfélögum þess og verkferlum. Jón Óttar svaraði neitandi og sagði að verkefnið hefði fremur snúist um að setja sig vandlega inn í málið til að skilja ásakanir Seðlabankans.

„Það er miklu erfiðara, þegar útreikningar eru rangir, að verjast þeim,“ sagði hann og bætti við að málið hefði reynst starfsfólki Samherja krefjandi. Það hefði átt erfitt með að halda einbeitingu og setja sig inn í ásakanirnar, hvað þá að verjast þeim. Þess vegna hafi þurft að fá aðstoð utanaðkomandi sérfræðings.

Jón Óttar Ólafsson og Þorsteinn Már Baldvinsson
Með eiganda Samherja fyrir dómiJón Óttar situr hér við hlið Þorsteins Más Baldvinssonar, þáverandi aðaleiganda og núverandi forstjóra Samherja, við vitnaleiðslur fyrir dómi.
Mynd: Heiða Helgadóttir

Í Namibíu fyrir hönd Samherja

Jón Óttar blandaðist sömuleiðis inn í svokallað mútumál Samherja í Namibíu. Í tölvupósti hans til stjórnenda Samherja árið 2016 sagðist hann „engar skyldur“ hafa til að „hjálpa Samherja að „fela“ þetta“. Verkefni hans í Namibíu virðist hafa verið að afla upplýsinga um og frá Jóhannesi Stefánssyni, þáverandi framkvæmdastjóra reksturins í Namibíu og svo uppljóstrara vegna mútugreiðslna útgerðarinnar til embættis- og stjórnmálafólks.

Þá átti Jón Óttar í samskiptum við einn af þiggjendum greiðslna frá Samherja um hvort hægt væri að rekja þær.

Síðar, árið 2021, átti eftir að koma í ljós að Jón Óttar var viðloðandi svokallaða „skæruleiðadeild“ Samherja.

Fréttamaður Kveiks greindi frá ógnandi hegðun

Árið 2022 sagði Helgi Seljan, sem var einn þeirra sem vann Kveikþátt gærdagsins, frá ógnandi hegðun Jóns Óttars gagnvart sér í viðtali við Mannlíf en hann sagðist hafa tekið eftir því að lögreglumaðurinn fyrrverandi fór að birtast á uppáhalds kaffihúsi Helga. Sagðist Jón Óttar vera að skrifa kvikmyndahandrit um hina raunverulegu glæpamenn Íslands, Kaupþingsmenn, og að hann væri löngu hættur að vinna fyrir Samherja.

Helgi sagði að Jón Óttar hefði ítrekað gefið sig á tal við hann. „Síðan fór ég að heyra utan frá mér að hann væri líklegast að vinna fyrir þá. Í millitíðinni hafði Jóhannes Stefánsson uppljóstrari þurft að leita til lögreglu vegna þess að Jón Óttar hafði elt hann og opnað bíldyrnar hjá honum. Og það fyndna við þetta er, að í öllum þessum látum – í öllum þessum heimsóknum Jóns á Kaffifélagið – þá kom hann einhvern tímann og sýndi mér myndband sem hann tók sjálfur af þessu atriði eftir að Jóhannes hafði sagt mér frá þessu. Hann reyndi að presentera þetta þannig fyrir mér að þarna væri Jóhannes að elta hann. Þetta var hálfsúrrealískt.“ Bætti hann svo við að smá saman hafi þetta ágerst að Jón Óttar farið að vera ógnandi og meðal annars farið að senda Helga Facebook-skilaboð. „Þetta voru skilaboð um að nú þyrftum við að passa okkur og að næstu dagar yrðu ekki góðir hjá okkur.“

Baðst afsökunar

Kjarninn birti árið 2020 afsökunarbeiðni frá Jóni Óttari gagnvart Helga Seljan, þar sem hann sagðist sjá mjög eftir áreitinu. Hér má sjá yfirlýsinguna:

„Vefritið Kjarn­inn fjallar í dag um SMS-skila­boð sem ég sendi Helga Selj­an, frétta­manni hjá Rík­is­út­varp­inu. Það var rangt af mér að senda umrædd skila­boð, þau end­ur­spegla dóm­greind­ar­brest af minni hálfu og ég sé mikið eftir því að hafa sent þau. Ég vil nota þetta tæki­færi til þess að biðja Helga Seljan afsök­unar á þessum send­ing­um.

Án þess að ég vilji reyna að rétt­læta skila­boðin og efni þeirra finnst mér mik­il­vægt að fram komi að ég hef und­an­farið verið undir miklu álagi. Einkum vegna nei­kvæðrar umfjöll­unar í fjöl­miðlum um mig per­sónu­lega. Nær öll skila­boðin voru send fyrr í þessum mán­uði þegar umrædd fjöl­miðlaum­fjöllun var hvað mest áber­andi með til­heyr­andi óþæg­indum fyrir mig og fjöl­skyldu mína.

Þá finnst mér rétt að und­ir­strika að heim­sóknir mínar á kaffi­húsið Kaffi­fé­lagið við Skóla­vörðu­stíg voru ekki til þess að elta Helga Selj­an, eins og kemur fram í umfjöllun Kjarn­ans, enda hef ég verið við­skipta­vinur kaffi­húss­ins í mörg ár. Hafa heim­sóknir mínar þangað ekk­ert með Helga að gera og er því umfjöllun Kjarn­ans röng hvað þetta snert­ir. Ég get hins vegar ekki stýrt því hvernig Helgi Seljan upp­lifir sam­skipti okkar í gegnum árin.

Eins og greint hefur verið frá í fjöl­miðlum hef ég sinnt ráð­gjöf fyrir Sam­herja hf. sem verk­taki. Tekið skal fram að stjórn­endur félags­ins höfðu ekki vit­neskju um skila­boð mín til Helga. Mér finnst miður ef þessi gagnrýniverða hátt­semi mín verði á ein­hvern hátt bendluð við félagið og starfs­fólk þess því hún er alfarið á mína ábyrgð.“

Gaf út glæpasöguna Hlustað

Um svipað leyti og Jón Óttar stundaði njósnir fyrir Björgólf Thor og ýmis störf fyrir Samherja var hann til umræðu vegna útgáfu glæpasagna.

Einn þeirra sem veitti skrifum Jóns Óttars jákvæða umsögn var Hallgrímur Helgason rithöfundur. Einar Steingrímsson stærðfræðingur og samfélagsrýnir benti á það í gærkvöldi og rifjaði sömuleiðis upp að Jón Óttar hafi meðal annars njósnað um Hallgrím sjálfan er hann tilheyrði hinni svokölluðu Skæruliðadeild Samherja.

„Litla, „krúttlega“ Ísland. Árið 2013 skrifaði Hallgrímur Helgason eftirfarandi jákvæðu umsögn um krimma eftir Jón Óttar Ólafsson, þar sem fjallað er um njósnir, ekki síst hlerun. Í kvöld fletti Kveikur svo ofan af umfangsmiklum ólöglegum hlerunum fyrir Björgólf Thor, sem umræddur Jón Óttar stóð fyrir, árið 2012. Og, sami Jón Óttar tilheyrði Skæruliðadeild Samherja, sem meðal annars njósnaði um Hallgrím, af því hann var Samherja ekki þóknanlegur,“ skrifaði Einar í færslu á Facebook. Hann rifjar síðan upp umsögnina:

„Jæja, kláraði „Hlustað“, var orðin æsispennandi undir lokin. Dáldið undarlegt að bók sem gerist að mestu í ljótasta húsi Íslands (lögreglustöðinni við Hlemm) hafi náð að halda manni föngnum í heila viku. En hér er búið „að koma upp hlustun“ á samfélagið og það er mögnuð tilfinning að vera fluga á vegg á lögmannsstofum og börum borgarinnar".“

jón óttar Ólafsson
Jón Óttar árið 2012Lögreglumaðurinn fyrrverandi hefur komið víða við
Mynd: RÚV/Skjáskot
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Lögreglan
Innlent

Lögreglan lítur mál Lúðvíks „mjög alvarlegum augum“

Bryndís Klara
Innlent

Piltur dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að myrða Bryndísi Klöru

Richard Burrows
Heimur

Eftirlýsti barnaníðingurinn Burrows handtekinn eftir 27 ár á flótta

Kerti
Minning

Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur látin

Sarah sjúkrahús
Heimur

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi rannsaka hjúkrunarfræðing vegna kláms

Bubbi
Fólk

Bubbi leggur línurnar fyrir fullkominn dag