
Heimir Már er framkvæmdastjóri Flokk fólksinsVerður einnig í stjórn RÚV
Mynd: Aðsend
Ný stjórn Ríkisútvarpsins var kjörin á Alþingi um klukkan tvö í dag. Meðal nýrra stjórnarmanna eru Heimir Már Pétursson og Stefán Jón Hafstein en þeir eru báðir fyrrverandi fjölmiðlamenn.
Stjórnarflokkarnir tilnefndu fimm aðalmenn og fimm varamenn í stjórnina, en minnihlutinn tilnefndi fjóra aðalmenn og fjóra varamenn. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, las upp sameiginlega tillögu meirihluta og minnihluta, og voru allir tilnefndir sjálfkjörnir þar sem fjöldi frambjóðenda samsvaraði fjölda lausra sæta.
Fulltrúar meirihlutans eru:
- Stefán Jón Hafstein
- Diljá Ámundadóttir Zoega
- Heimir Már Pétursson
- Kristín Sóley Björnsdóttir
- Auður Finnbogadóttir
Fulltrúar minnihlutans eru:
- Ingvar Smári Birgisson
- Eiríkur S. Svavarsson
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Silja Dögg Gunnarsdóttir
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment