
Í-listinn fékk fimm menn kjörnaFramsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sitja í minnihluta með fjóra
Mynd: Visti Westfjords
Mynda þarf nýjan meirihluta á Ísafirði eftir að Þorbjörn H. Jóhannesson sleit sig frá Í-listanum sem myndar meirihluta bæjarstjórnar.
„Eftir mikla yfirsetu og hugsun, og vegna framkomu sumra Í lista samstarfsmanna við mig sem hefur verið þannig , að ég hef ákveðið að hætta frá og með deginum í dag, að styðja þennan meirihluta, Í listann í bæjarstjórn, en kem til með að styðja áfram góð málefni,“ segir Þorbjörn í yfirlýsingu sem hann sendi á Bæjarins Besta.
Aðrar flokkar í bæjarstjórninni eru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn en Í-listinn var með eins manns meirihluta.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment