1
Innlent

Konan sem rændi kettinum Diego í átökum við afgreiðslukonu

2
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

3
Heimur

Ungur bílstjóri olli dauða þriggja vina sinna

4
Innlent

Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun hælisleitenda á 16 ára stúlku

5
Minning

Ólafur Gísli Hilmarsson er fallinn frá

6
Innlent

Harmar „slæma upplifun“ Írisar Vönju á viðbrögðum lögreglunnar

7
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

8
Heimur

Maður stökk í gegnum glugga í miðju rifrildi við kærustuna

9
Skoðun

Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki

10
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

Til baka

Magnús Finnsson er látinn

Kerti
Mynd: Shutterstock

Magnús Finnsson, fyrrverandi blaðamaður, fréttastjóri og fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, lést í gær, 21. apríl, á Hrafnistu í Fossvogi, 85 ára að aldri.

Hann fæddist í Reykjavík 8. apríl 1940. Foreldrar hans voru Finnur Magnús Einarsson, bóksali og kennari, og Guðrún M. Einarson húsfreyja. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963, hóf Magnús nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og starfaði jafnframt við Morgunblaðið, þar sem hann fjallaði meðal annars um útfærslu fiskveiðilögsögunnar og verkalýðsmál.

Magnús starfaði hjá Morgunblaðinu í rúm 40 ár, þar til hann lét af störfum árið 2006. Hann tók við starfi fréttastjóra árið 1981, ásamt Freysteini Jóhannssyni og Sigtryggi Sigtryggssyni, og varð síðar fulltrúi ritstjóra, sem hann gegndi allt til starfsloka.

Tengsl Magnúsar við Morgunblaðið voru djúp, þar sem móðurafi hans, Magnús Einarsson dýralæknir, var meðal stofnenda Árvakurs hf., útgefanda blaðsins, og sat sem stjórnarformaður félagsins þar til hann lést árið 1927.

Magnús var virkur í starfi Blaðamannafélags Íslands og gegndi þar margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann sat um árabil í stjórn samninganefndar félagsins og var formaður þess eitt ár. Á þeim tíma lagði hann sig meðal annars fram um lífeyrismál og eflingu félagsins með því að tryggja skrifstofuaðstöðu og orlofshúsnæði.

Eiginkona Magnúsar er Bryndís Brynjólfsdóttir, fædd 1940. Börn þeirra eru Guðrún Ásta (f. 1967), sem starfar við fiskútflutning, Finnur (f. 1973), lögmaður, og Sigurður Örn (f. 1976), deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Sonur Bryndísar er Brynjólfur (f. 1961).

Mbl.is sagði frá andlátinu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Sólveig Anna Jónsdóttir
Slúður

Sólveig tókst á við móður trans barna

Віка-Рощина
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

Vesturbæjarlaug
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

Heiða Björg borgarstjóri
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

VÆB
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður