1
Innlent

Konan sem rændi kettinum Diego í átökum við afgreiðslukonu

2
Heimur

Ungur bílstjóri olli dauða þriggja vina sinna

3
Innlent

Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun hælisleitenda á 16 ára stúlku

4
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

5
Minning

Ólafur Gísli Hilmarsson er fallinn frá

6
Innlent

Harmar „slæma upplifun“ Írisar Vönju á viðbrögðum lögreglunnar

7
Heimur

Maður stökk í gegnum glugga í miðju rifrildi við kærustuna

8
Skoðun

Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki

9
Innlent

Áríðandi bréf til ráðherra

10
Fólk

Umdeildur handritshöfundur ákærður fyrir áreitni

Til baka

Lýsir 70 milljarða hagnaði sínum og varar við veiðigjöldum

Forstjóri Síldarvinnslunnar er ósáttur við tilraunir til að hækka veiðigjöld, eins og hann var árið 2012.

Gunnþór Ingvason Síldarvinnslan
Gunnþór IngvasonForstjóri Síldarvinnslunnar stóð í stafni baráttu gegn hærri veiðigjöldum 2012 og aftur nú rúmlega 80 milljörðum króna síðar.
Mynd: Síldarvinnslan

„Frá árinu 2014 hefur Síldarvinnslan hagnast um 70 milljarða króna,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, í bréfi sínu til hluthafa, þar sem hann segir frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda „vanhugsaðar og illa útfærðar tillögur um skattahækkanir sem ekki þola skoðun“.

Í bréfi sínu til hluthafa sem birt er á Facebook - og er auglýst fyrir Íslendingum - gerir Gunnþór tilraun til að svara þeim röksemdum ráðherra ríkisstjórnarinnar að sjávarútvegsfyrirtæki og eigendur þeirra hafi öðlast yfirráð yfir stórum hluta íslensks viðskipta- og atvinnulífs með hagnaði af nýtingu auðlindarinnar. Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breyttan útreikning veiðigjalda er talið munu tvöfalda veiðigjöldin sem útgerðir greiða úr 10 milljörðum króna á ári í 20 milljarða, ef miðað er við síðasta ár.

Gunnþór segir að Síldarvinnslan hafi aðeins einu sinni fjárfest í ótengdum rekstri. Þá hafi félagið verið beðið um að fjárfesta í Sjóvá. Samtals keypti Síldarvinnslan fyrir einn og hálfan milljarð í tryggingarfélaginu, en afhendi síðan eigendum félagsins eignarhlutinn þegar Síldarvinnslan var skráð í Kauphöllina 2021. „Í millitíðinni höfðu kaupin fengist til baka í formi arðgreiðslna,“ segir Gunnþór. Þannig fengu eigendurnir hlutinn í Sjóvá upp í hendurnar án greiðslu.

Gunnþór lýsir því að Síldarvinnslan hafi fjárfest fyrir 80 milljarða króna, eða 32 milljarða króna í aflaheimildum og sjávarútvegsfélögum, fyrir 14,4 milljarða í fiskeldisfélaginu Arctic Fish á Vestfjörðum, 19 milljarða í skipum og 14,6 milljarða í fasteignum og tækjabúnaði.

Þá hefur Síldarvinnslan lagt 200 milljónir króna „í verkefni í heimabyggð“. Þau eru kaup á Hótel Hildibrand í Neskaupstað, fasteignafélaginu Miðási og svo kaup á jörðinni Fannardal til kolefnisjöfnunar með trjárækt.

„Einhverra hluta vegna kjósa ráðamenn að fara fram með vanhugsaðar og illa útfærðar tillögur um skattahækkanir“
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar

„Það er háð mikil orrahríð gegn sjávarútvegi nú um stundir. Einhverra hluta vegna kjósa ráðamenn að fara fram með vanhugsaðar og illa útfærðar tillögur um skattahækkanir sem ekki þola skoðun, í stað rökstuðnings og gagna. Farið er fram með rangar staðhæfingar um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og fjárfestingar þeirra gerðar tortryggilegar. Má til dæmis nefna fullyrðingu atvinnuvegaráðherra nýverið um 100 milljarða fjárfestingar sjávarútvegs í óskyldum atvinnurekstri,“ segir Gunnþór. Yfirferð hans náði hins vegar ekki til sjávarútvegsins í heild sinni heldur eingöngu Síldarvinnslunnar.

Gunnþór Ingvason var einn þeirra sem stóð í stafni gegn tilraunum til að hækka veiðigjöld árið 2012, hjá ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar. Á borgarafundi í Neskaupstað með Steingrími J. Sigfússyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, lýsti hann því að frystitogari yrði tekinn úr útgerð og 24 myndu missa vinnuna. „Allir munu tapa. Starfsmenn munu tapa, eigendur munu tapa, fyrirtæki sem vinna með okkur munu tapa, þjóðin mun tapa,“ sagði hann. Þá birti hann myndir af börnum sínum á skjá á fundinum. „Gerum þetta þannig að hún færi börnunum okkar líka framtíð,“ sagði hann.

Það árið, 2012, hagnaðist Síldarvinnslan um 56 milljónir Bandaríkjadala, eða um 7 milljarða króna. Félagið gerir upp í Bandaríkjadal, eins og algengt er með útgerðir. Árið eftir var hagnaðurinn á sjötta milljarð króna. Samanlagður hagnaður frá þeim tíma er því um 83 milljarðar króna að nafnvirði. Stærsti eigandi Síldarvinnslunnar er útgerðarfélagið Samherji, sem á tæplega þriðjungshlut.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Heiða Björg borgarstjóri
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

VÆB
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

Eyvör netöryggi
Pólitík

Hrafnkell nýr stjórnarformaður Eyvarar

bátaslys florida
Myndband
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída