1
Innlent

Konan sem rændi kettinum Diego í átökum við afgreiðslukonu

2
Heimur

Ungur bílstjóri olli dauða þriggja vina sinna

3
Innlent

Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun hælisleitenda á 16 ára stúlku

4
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

5
Minning

Ólafur Gísli Hilmarsson er fallinn frá

6
Innlent

Harmar „slæma upplifun“ Írisar Vönju á viðbrögðum lögreglunnar

7
Heimur

Maður stökk í gegnum glugga í miðju rifrildi við kærustuna

8
Skoðun

Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki

9
Innlent

Áríðandi bréf til ráðherra

10
Fólk

Umdeildur handritshöfundur ákærður fyrir áreitni

Til baka

Lögreglan rannsakar dularfullt andlát fyrrverandi barnastjörnu

Hin 24 ára Sophie Nyweide fannst látin við árbakka.

Sophie Nyweide
Sophie NyweideLögreglan rannsakar dularfullt andlát Sophie.

Lögreglan hefur hafið rannsókn á dauða fyrrverandi barnastjörnunnar Sophie Nyweide.

Nyweide var úrskurðuð látin 19. apríl eftir að lík hennar fannst við árbakka í Vermont, nálægt einföldu skjólhúsi sem búin hafði verið til úr trjágreinum. Þetta staðfesti lögreglan í Bennington við TMZ þann 22. apríl. Hún var 24 ára gömul.

Samkvæmt yfirvöldum bjó Nyweide ekki í skýlinu, en hún hafði verið þar í kring með öðrum aðilum, þar á meðal ónefndum manni sem lögreglan telur hvorki grunaðan né tengjast málinu á nokkurn hátt.

Sophia Nyweide2
MæðgurSophie með móður sinni Shelly Gibsons, sem einnig er leikkona.

Dánarorsök hefur ekki enn verið staðfest, en beðið er eftir niðurstöðum krufningar og eiturefnafræðilegrar rannsóknar. Lögreglan segir að ekki hafi verið útilokað að saknæmt atferli hafi átt sér stað.

Sophie Nyweide lék í nokkrum kvikmyndum sem barn, meðal annars í Margot at the Wedding (2007), Mammoth (2009), An Invisible Sign (2010) og Noah (2014). Síðasta leikhlutverk hennar var í sjónvarpsþættinum What Would You Do? árið 2015.

Í minningargrein á netinu var Nyweide lýst sem „skapandi, íþróttasinnaðri og viturri um aldur fram“ og að hún hefði „náð miklu á þeim tíma sem hún dansaði um jarðlífið“. Þar segir einnig að hún hafi verið „hamingjusömust þegar hún var á kvikmyndasetti, þegar hún gat orðið einhver önnur.“

En í síðari tíð hafi hún glímt við „erfiðleika og áföll“, samkvæmt minningargreininni.

„Sophie var góðhjörtuð og traust, sem oft gerði hana berskjaldaða fyrir því að vera misnotuð af öðrum,“ segir þar. „Hún notaði lyf á eigin vegum til að takast á við þau áföll og þá skömm sem hún bar með sér, og það endaði með dauða hennar.“

Í kveðjuorðum var henni einnig lýst sem „ævintýragjarnri og áhugasamri“, og að „líf hennar hafi endað of snemma. Megi það ekki hafa verið til einskis. Megum við öll læra af stuttu lífi hennar og gera betur.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

VÆB
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

Eyvör netöryggi
Pólitík

Hrafnkell nýr stjórnarformaður Eyvarar

bátaslys florida
Myndband
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

Þingholtin Reykjavík
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán