1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

3
Innlent

Njósnari Björgólfs fékk 135 milljónir frá Samherja

4
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

5
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

6
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

7
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

8
Innlent

Uppsagnir hjá Sýn

9
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

10
Fólk

Bubbi leggur línurnar fyrir fullkominn dag

Til baka

Lögreglan lítur mál Lúðvíks „mjög alvarlegum augum“

Hefur athugun á aukastörfum lögreglumanna

Lögreglan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuLögreglan lítur málið alvarlegum augum.
Mynd: Lára Garðarsdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur mál lögreglumannsins sem fjallað var um í Kveik í gærkvöldi, mjög alvarlegum augum.

Í yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum rétt í þessu, segir að um leið og lögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um efni þáttarins, hafi téður lögreglumaður, Lúðvík Kristinsson, verið sendur í leyfi, á meðan málið er rannsakað.

Þá segir lögreglan að í tilefni málsins hafi embætti lögreglustjórans aukreitis sett af stað athugun á aukastörfum starfandi lögreglumanna.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

Í tilefni af umfjöllun fréttaskýringaþáttsins Kveiks vill embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu koma eftirfarandi á framfæri.

Þegar lögreglustjóra varð kunnugt um efni umfjöllunar Kveiks í gær var málið sent þá þegar, að frumkvæði embættisins, til meðferðar hjá embætti ríkissaksóknara. Í beinu framhaldi var viðkomandi lögreglumaður sendur í leyfi á meðan rannsókn þess fer fram.

Í tilefni þessa máls hefur embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu jafnframt sett af stað athugun á aukastörfum starfandi lögreglumanna. Í gildi eru reglur um slíkt þar sem gert er ráð fyrir að sækja þurfi um sérstaka heimild til þess að sinna öðrum störfum samhliða.   

Embættið lítur málið mjög alvarlegum augum. Afar mikilvægt er að lögreglan njóti trausts meðal borgaranna til þess að hún geti rækt hlutverk sitt. Skýrar kröfur eru gerðar til þess að störf lögreglu séu unnin af fagmennsku og innan þeirra heimilda og reglna sem hún starfar eftir. Verði misbrestur þar á er tekið á þeim málum af festu.

Að öðru leyti mun embættið ekki tjá sig um mál það sem nú er til meðferðar hjá ríkissaksóknara.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Stjúpmóðirin
Heimur

Hjúkrunarfræðingur grunaður um að nauðga 15 ára stjúpsyni sínum

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans
Ný frétt
Peningar

Landsbankinn græddi þúsund krónur á sekúndu

Bryndís Klara
Innlent

Piltur dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að myrða Bryndísi Klöru

Richard Burrows
Heimur

Eftirlýsti barnaníðingurinn Burrows handtekinn eftir 27 ár á flótta

Kerti
Minning

Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur látin

Sarah sjúkrahús
Heimur

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi rannsaka hjúkrunarfræðing vegna kláms