
Myndefni hefur komið fram sem sýnir ofbeldi hollensk lögreglunner er hún réðst á mótmælabúðir stúdenta við háskólann í Utrecht. Búðirnar voru nefndar „Píslavotturinn Hossam Shabat“ til heiðurs Hossam Shabat, fréttamanni Al Jazeera sem var drepinn af Ísraelum í markvissri árás á bíl hans í mars.
Í myndbrotum sem mótmælendur birtu og Al Jazeera hefur sannreynt, sést hollensk lögregla lemja mótmælendur með löngum kylfum nálægt búðunum. Mótmælabúðirnar höfðu staðið í 13 daga og kröfðust mótmælendur að háskólinn sliti tengsl við ísraelsk fyrirtæki og stofnanir.
Á myndunum sést mikill fjöldi stúdenta hrópa „Shame on you!“ (Skammist ykkar!) í átt að lögreglumönnum á meðan átök brutust út milli þeirra og mótmælenda.
Samkvæmt fréttum í hollenskum miðlum voru 49 mótmælendur handteknir fyrir ólöglegan aðgang að byggingu á háskólasvæðinu.
Komment