1
Innlent

Konan sem rændi kettinum Diego í átökum við afgreiðslukonu

2
Heimur

Ungur bílstjóri olli dauða þriggja vina sinna

3
Innlent

Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun hælisleitenda á 16 ára stúlku

4
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

5
Minning

Ólafur Gísli Hilmarsson er fallinn frá

6
Innlent

Harmar „slæma upplifun“ Írisar Vönju á viðbrögðum lögreglunnar

7
Heimur

Maður stökk í gegnum glugga í miðju rifrildi við kærustuna

8
Skoðun

Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki

9
Innlent

Áríðandi bréf til ráðherra

10
Fólk

Umdeildur handritshöfundur ákærður fyrir áreitni

Til baka

Björn Leví Gunnarsson

Lögin eru fyrir hina - Að vera þingmaður: 2. kafli

Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Á undanförnum árum hefur ítrekað verið lögð fram tillaga til þingsályktunar um óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni þar sem meðal annars stendur

  1. Niðurstaða landsdóms sýnir að ekki var tilefni til ákæru.

Þetta er afskaplega undarleg fullyrðing miðað við að niðurstaða málsins var að ráðherra hafði gerst brotlegur.

Ef það væri rétt, að ekki hafi verið tilefni til ákæru þrátt fyrir brot, þá hljótum við að spyrja okkur hvort það geti  almennt átt við í dómskerfinu að aðilar sem dæmdir eru sekir hefðu bara alls ekki átt að vera ákærðir? 

Pólitískur varnarleikur

Það er fleira sem kemur fram í þessari tillögu til þingsályktunar sem er áhugavert. Byrjum á því sem er satt og rétt. Allavega að hluta til.

  1. Atkvæðagreiðsla um málshöfðun bar merki þess að niðurstaða um það hverja skyldi ákæra hefði annaðhvort verið tilviljanakennd eða skipulögð eftir flokkspólitískum línum. Mikilvægt er að árétta að dómsvaldi megi aldrei beita í pólitískum tilgangi.

Já, atkvæðagreiðslan um að senda fjóra fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm var áhugaverð. Tillagan var að; Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Matthías Mathiesen og Björgvin Guðni Sigurðsson þyrftu að verja gjörðir sínar fyrir dómurum. Þingið samþykkti að senda Geir Haarde fyrir Landsdóm en hafnaði því að senda hina þrjá fyrrum ráðherra sömu leið. Atkvæði féllu þannig:

Geir Haarde: 33 já, 30 nei

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: 29 já, 34 nei

Árni Mathiesen: 31 já, 32 nei

Björgvin Guðni Sigurðsson: 27 já, 35 nei

Og já, þetta var alveg undarleg atkvæðagreiðsla. það er þó erfitt að fullyrða að niðurstaðan hafi verið eftir flokkslínum, enda má sjá þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu greiða atkvæði gegn því að senda Geir fyrir Landsdóm. Til dæmis greiddu nokkrir núverandi þingmenn og ráðherrar gegn því að Geir Haarde færi fyrir Landsdóm:  Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Það er líka ekki hægt að fullyrða að niðurstaðan hafi verið tilviljanakennd, enda ber hver þingmaður bara ábyrgð á sínu atkvæði, óháð því hvernig aðrir kjósa. Niðurstaðan verður ávallt bara samkvæmt því.

Það sem er rétt í þessu er að dómsvaldi megi aldrei beita í pólitískum tilgangi. En í þessu tilfelli virðist það frekar hafa verið öfugt. Pólitíkin kom í veg fyrir að dómsvaldinu yrði beitt. Það má nefnilega ekki heldur gera - og er miklu algengara en að dómsvaldi sé beitt í pólitískum tilgangi. Það er alveg jafn slæmt þegar pólitíkin er notuð sem skjöldur til þess að forða ráðherrum frá lagalegri ábyrgð.

Pólitísk eða lagaleg ábyrgð?

Það er gríðarlega mikilvægt að skilja muninn á á pólitískri og lagalegri ábyrgð. Það er nefnilega oft illa farið með ráðherravaldið hérna á Íslandi. Við erum með þingræði, ekki ráðherraræði. Ráðherrar eru fulltrúar þingsins í faglegri stjórnsýslu og eiga að fylgjast með því að stjórnsýslan framfylgi lögum og samþykktum Alþingis. Ráðherrar kvitta upp á framkvæmd stjórnsýslunnar, að sú framkvæmd uppfylli vilja þingsins. Þegar margir faglegir valkostir eru í stöðunni, þá tekur ráðherra pólitíska ákvörðun um hvaða leið stjórnsýslan á að fylgja og ber pólitíska ábyrgð á þeirri ákvörðun. 

Þegar ráðherra býr hins vegar til sína eigin leið, eða fer gegn faglegu ferli stjórnsýslunnar. Þá getur ráðherra þurft að bera lagalega ábyrgð á þeirri ákvörðun. 

Það hefur hins vegar verið gríðarlega erfitt að fá ráðherra til þess að axla pólitíska ábyrgð á ákvörðunum sínum og nær ómögulegt að ná til þeirra með lagalegri ábyrgð - nema í þessu eina tilfelli. Glöggir lesendur gera líklega athugasemd hérna, að ráðherrar hafi oft verið dæmdir fyrir dómsstólum. En það er munur á því að stjórnsýsluákvörðun sé dæmd ólögleg og að ákvörðun ráðherra samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð sé dæmd ólögleg. Einungis Landsdómur getur dæmt í málum sem varða ráðherraábyrgð. 

Það þarf semsagt að skoða málin út frá þremur sjónarhornum, pólitískri ábyrgð þar sem ráðherra fer gegn vilja þingsins en gerir tæknilega séð ekkert ólöglegt. Almenn lagaleg ábyrgð vegna stjórnsýsluákvarðana, þar sem ráðherra fór bara samkvæmt ráðleggingum stjórnsýslunnar sem reyndust svo rangar (venjulegir dómsstólar) og að lokum þar sem ráðherra fór bara sína eigin ólöglegu leið (Landsdómur). 

Síðast en ekki síst

Að lokum kemur fram í þessari merkilegu tillögu að 

  1. Lýðræðislegu stjórnarfari landsins stendur ógn af því ef reynt er að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um hafi verið að ræða ásetning um brot. Ýmsar stjórnmálalegar stefnur og ákvarðanir, eða aðgerðaleysi, geta verið skaðlegar hagsmunum ríkisins án þess að ætlunin hafi verið að valda tjóni. Slíkt álitamál ber að leiða til lykta í kosningum en ekki fyrir dómstólum.

Já. Það er alveg rétt. Pólitískar hreinsanir eru alveg vel þekktar. En fullyrðingin um “ásetning um brot” gengur ekki upp. Það þarf ekki ásetning um brot til þess að gerast brotlegur við lög. Sá sem fer óvart yfir á rauðu ljósi er alveg jafn brotlegur og sá sem fer viljandi yfir á rauðu ljósi, sem dæmi. Auðvitað hefur ásetningur áhrif í mörgum tegundum brota. Það er til dæmis ástæða fyrir því að það er til brot sem heitir manndráp af gáleysi. 

Það er ekki hægt að bera það fyrir sig að hafa ekki ætlað að brjóta nein lög eða að hafa gert mistök. Ekki þannig að það verði bara sjálfkrafa sýknað, eða rannsókn felld niður. Brotið átti sér stað - rannsókn og dómur kemst að því hversu alvarlegt brotið var. Líklega er það þannig að flestir ef ekki allir sem gerast brotlegir sverji af sér ásetning og beri fyrir sig mistök eða eitthvað álíka.

Pólitísk skjaldborg er líka skaðleg

Það er nefnilega margt mögulegt. Að meintur brotaaðili segi ósatt um brot sitt. Að ákæruvaldið fari fram með offorsi í málum þar sem ekki er tilefni til þess. Að niðurstaða dómsstóla sé röng, sem er ástæðan fyrir því að við erum með mörg dómsstig - til þess að lágmarka líkurnar á því. Það er rétt að lýðræðislegu stjórnarfari stendur ógn af pólitískum ofsóknum. En lýðræðislegu stjórnarfari stendur líka ógn af pólitískri skjaldborg um lagalega ábyrgð stjórnmálamanna.

Við getum spurt okkur spurninga um nýleg dæmi þess að ráðherrar hafi mögulega farið offorsi með vald sitt. Annars vegar í hvalveiðimálinu og hins vegar vegna sölu Íslandsbanka. Þar komu mjög skýr álit Umboðsmanns Alþingis fram þar sem niðurstaðan var að ráðherrar hefðu gerst brotlegir. Er verið að fara með þau mál fyrir viðeigandi dómsstóla til þess að skera úr um afleiðingar þeirra brota? Líklega er verið að gera það í hvalveiðimálinu hvað varðar almenna dómsstóla. En er spurning um brot á lögum um ráðherraábyrgð í því máli? Er verið að skoða þann möguleika? Hvað með vegna sölu Íslandsbanka? Álit Umboðsmanns var skýrt, ráðherra skorti hæfi. Það er mögulegt brot á ráðherraábyrgð. Er þingið að gera eitthvað í því að passa upp á lagalega ábyrgð? Nei, líklega ekki.

Er það ekki nákvæmlega jafn alvarlegt, að koma í veg fyrir að ráðherra þurfi að bera lagalega ábyrgð og að troða lagalegri ábyrgð upp á ráðherra?  

Tilefnið var til staðar

Við getum haft alls konar skoðanir á því hvort það var tilefni til þess að kalla til Landsdóm miðað við niðurstöðuna. Var brotið það alvarlegt að réttlætanlegt væri að leggja í þá vegferð? Vandinn er að það er bara Landsdómur sem getur svarað því. Tilefnið var alveg til staðar til þess að spyrja Landsdóm - því án niðurstöðu Landsdóms þá hefði vafinn hangið yfir okkur öllum. Líka sakborningunum. Og þó að það sé mjög ólíklegt að aðrir ráðherrar hefðu verið sakfelldir fyrir eitthvað í Landsdómi, þá hefði það að öllu leyti verið hollara fyrir lýðræðið, og þá ráðherra, að Landsdómur hefði fengið að komast að þeirri niðurstöðu. 

En í staðinn settu þingmenn sig í dómarasætið og forðuðu þremur fyrrum ráðherrum frá málaferlum. Þingmenn gáfu þeim í raun pólitíska skítabombu í staðinn fyrir uppreist æru - því óhjákvæmilega leit þetta út fyrir að vera pólitískur eltingaleikur við Geir þegar hinir fengu að sleppa. 

Það var gjöfin sem þingið gaf okkur. Það var ekki uppgjör heldur enn eitt dæmið um pólitík sem passar upp á bestu vini aðal. 

Við skulum samt hafa það í huga að þingmenn eru bara að fara eftir sannfæringu sinni - sem hvert og eitt okkar getur gagnrýnt á ýmsum forsendum. Ég ætla ekki að halda því fram að þingmenn hafi verið að reyna að passa upp á bestu vini aðal eða neitt slíkt. Það lítur bara þannig út utan frá, óháð því hvað þeim gekk til í atkvæðagreiðslunni. Þó eitthvað líti út fyrir að vera spilling, þá þarf það alls ekkert að hafa verið ásetningurinn. 

Er þetta óleysanlegt vandamál?

Hvernig greinum við á milli þess hvort um er að ræða pólitíska aðför eða réttmæta rannsókn af gefnu tilefni? Þeir sem eru ásakaðir verja sig iðulega með því að ásaka sakborninga sína með pólitískri aðför eða áróðri. Hvort sem ásakanirnar eru réttar eða ekki. Þeir sem eru dæmdir segja sig oft saklausa og ásaka dómskerfið um ósanngirni. Þar komum við að síðustu athugasemdinni í þessari merkilegu þingsályktunartillögu.

  1. Ekki hefur verið gætt samræmis við beitingu laga um landsdóm þar eð lögunum hefur ekki verið beitt í öðrum tilvikum er varða stjórnmálalegar ákvarðanir og aðgerðir sem stefnt hafa hagsmunum ríkisins í hættu.

Þetta er hárrétt. Lögum hafði ekki verið beitt í öðrum tilvikum er varða stjórnmálalegar ákvarðanir og aðgerðir sem hafa stefnt hagsmunum ríkisins í hættu - en hefði átt að vera beitt. Sama á við í dag, það hefur oft verið sleppt því að beita lögum um landsdóm þrátt fyrir að tilefni væri til. Niðurstaðan í þessu tilfelli var hins vegar að um brot hefði verið að ræða. Það ætti því að segja okkur að þeir aðilar sem lögðu fram þessa þingsályktun séu á þeirri skoðun að lög hafi einnig mögulega verið brotin í þeim fyrri tilfellum sem lögum um Landsdóm var ekki beitt.

Til hvers erum við með lög um ráðherraábyrgð?

Skilur það okkur ekki eftir með þá risastóru spurningu um hvort lög um ráðherraábyrgð séu bara upp á skraut. Ef það á aldrei að beita þeim lögum - ekki einu sinni þegar komist hefur verið að niðurstöðu um lögbrot - hvað eru þau þá að gera í lagasafninu? Væri ekki heiðarlegra að afnema lögin bara í staðinn fyrir að þykjast?

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

VÆB
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

Eyvör netöryggi
Pólitík

Hrafnkell nýr stjórnarformaður Eyvarar

bátaslys florida
Myndband
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

Þingholtin Reykjavík
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán