1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

3
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

4
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

5
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

6
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

7
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

8
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

9
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

10
Peningar

Tekjur Carlsberg rjúka upp

Til baka

Logi skrifar undir uppfærðan fríverslunarsamning við Úkraínu

Viðræður hófust árið 2023 en Ísland leiddi þær

Logi Einarsson Úkraína
Margir erindrekar mættu á svæðið til að skrifa undirFrank Büchel, sendiherra Liechtenstein í Genf, Cecile Terese Myrseth, viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs, Yulia Svyrydenko, varaforsætisráðherra og efnahagsráðherra Úkraínu, Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, og Jacques Gerber,
Mynd: Stjórnarráðið

Uppfærður fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu var undirritaður í Kyiv í dag. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd að sögn stjórnarráðsins.

„Þessi samningur er mikilvægt skref í átt að auknum viðskiptum Íslands við Úkraínu og endurspeglar skýran vilja okkar til að styðja við efnahagslega enduruppbyggingu og þróun í landinu,“ segir Logi. „Hann opnar ný tækifæri fyrir íslensk og úkraínsk fyrirtæki, sérstaklega á sviði nýsköpunar, þar sem Ísland hefur mikið að bjóða,“ sagði Logi við tilefnið.

Viðræður um uppfærslu samningsins hófust árið 2023 og lauk í lok síðasta árs. Ísland leiddi viðræðurnar fyrir hönd EFTA ríkjanna sem auk Íslands telja Liechtenstein, Noreg og Sviss. 

„Uppfærður samningur kveður á um bætt markaðskjör fyrir vöruviðskipti milli Íslands og Úkraínu. Markaðsaðgangur sem Ísland veitir Úkraínu fyrir landbúnaðarvörur er í samræmi við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert á vettvangi EFTA. Nýmæli í samningnum eru skýrari reglur um vernd hugverka, rafræn viðskipti, lítil- og meðalstór fyrirtæki og sjálfbær viðskipti. Reglur samningsins um vöruviðskipti, opinber innkaup og sem miða að því að liðka fyrir viðskiptum eru uppfærðar til samræmis við nýja tíma og þróun á sviði alþjóðaviðskipta.

Samningurinn undirstrikar áframhaldandi pólítískan og efnahagslegan stuðning Íslands við Úkraínu og trú á opið og reglubundið viðskiptaumhverfi á alþjóðavísu,“ segir í tilkynningunni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Sólveig Anna Jónsdóttir
Slúður

Sólveig tókst á við móður trans barna

Віка-Рощина
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

Vesturbæjarlaug
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

Heiða Björg borgarstjóri
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

VÆB
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður