1
Innlent

Konan sem rændi kettinum Diego í átökum við afgreiðslukonu

2
Innlent

Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun hælisleitenda á 16 ára stúlku

3
Heimur

Ungur bílstjóri olli dauða þriggja vina sinna

4
Minning

Ólafur Gísli Hilmarsson er fallinn frá

5
Innlent

Harmar „slæma upplifun“ Írisar Vönju á viðbrögðum lögreglunnar

6
Heimur

Maður stökk í gegnum glugga í miðju rifrildi við kærustuna

7
Skoðun

Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki

8
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

9
Innlent

Áríðandi bréf til ráðherra

10
Fólk

Umdeildur handritshöfundur ákærður fyrir áreitni

Til baka

Lífslíkur Gaza-búa lækka um 35 ár á einu ári

„Hægfara þjóðamorð Zionista,“ segir norskur læknir.

AFP__20140730__AA_30072014_201__v1__HighRes__NorwegianDoctorMadsGilbert
Dr. Mads GilbertNorski læknirinn segir stöðuna ótrúlega, sem og að umræðan um hana sé lítil sem engin.
Mynd: Dursun Aydemir / ANADOLU AGENCY / Anadolu via AFP

Stríðið á Gaza hefur haft alvarleg áhrif á lífslíkur íbúa svæðisins. Ný gögn frá The Lancet sýna að meðalævi í Gaza hefur hrunið úr 75,5 árum niður í aðeins 40,6 ár, miðað við gögn sem safnað var frá október 2023 til september 2024. Þetta hrikalega hrun í lífslíkum undirstrikar það skelfilega manntjón sem stríðið hefur haft í för með sér, sérstaklega meðal yngri kynslóða sem nú munu aldrei ná efri aldri.

Ógnvænlega há dánartíðni veldur ekki aðeins því að framtíðarkynslóðir eldri borgara hverfa, heldur sundrar hún einnig samfélaginu sem byggir á stuðningi milli kynslóða. Fjölskyldur eru rifnar í sundur, þar sem eldri borgarar missa þá sem annast þá, og langtímaáhrifin munu felast í samfélögum án leiðsagnar, reynslu og stöðugleika sem eldri kynslóðir veita.

Staðreynd sem hvergi er rædd

Norski læknirinn og aðgerðarsinninn Mads Gilbert, sem í áratugi vann á spítölum á Gaza, ræddi um þetta óhugnanlega hrun á lífslíkum í myndskeiði sem birtist á Instagram. Segir hann hrunið sé vegna samblands af árásum Ísraelshers, synjunum á læknaþjónustu fyrir fólk með langvinna, ósmitandi sjúkdóma, hungursneyðinni, skortinum á vatni, og skortinum á hreinlæti. „Þegar allir þessir þættir koma saman, er búið að stela helmingnum af lífslíkum allra sem fæðast og búa á Gaza í dag,“ sagði Mads.

Bætir hann við: „Þetta er næstum því ótrúlegt. Og það er ekkert fjallað um þetta í fjölmiðlum. Þetta er ekki rætt. En þessar tvær staðreyndir, að 41% prósent fleiri eru taldir hafa verið drepnir en opinberar tölur segja, og að lífslíkurnar hafi minnkað um 35 ár á einu ári, eru dæmi um það sem ég kalla „hægfara þjóðamorð Zionista“ gagnvart fólkinu á Gaza. Það er með því að ráðast á heilbrigðisþjónustu, með því að neita sjúkrahúsunum um vatn, mat, rafmagn, eldsneyti og lækningatæki, með því að ráðast á heilbrigðiskerfið og ekki síst með því að gera árásir á heilbrigðisstarfsmenn, heilsugæslurnar og sjúkrabíla.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


bátaslys florida
Myndband
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

Þingholtin Reykjavík
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

heiða björk hilmisdóttir skófla
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

Kafbátur nató Ísland
Innlent

Þorgerður Katrín segir heræfingu undstrika vilja Íslands í spennuástandi

slökkvilið
Innlent

Kviknaði í gömlum rafhlöðum

Oscar
Innlent

Boða til mótmæla við ríkisstjórnarfund í byrjun maí

Íris Vanja
Innlent

Harmar „slæma upplifun“ Írisar Vönju á viðbrögðum lögreglunnar