
Sex gistu fangageymslu lögregluBarn var gripið við þjófnað
Mynd: Shutterstock
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að manni hafi verið vísað út af bókasafni þar sem hann var með vesen og vandræði.
Þá var tilkynnt um þjófnað úr fyrirtæki og var það metið upp á fáeina tugi þúsunda. Málið er í rannsókn samkvæmt lögreglu. Lögreglan þurfti sömuleiðis að hafa samband við foreldra barns eftir að barnið var gripið við þjófnað úr matvöruverslun.
Manni var vísað út af bar en hann neitaði að fara þegar staðurinn lokaði.
Tvennt var handtekið vegna rannsóknar á húsbroti og tilraun til þjófnaðar. Þá var einn handtekinn vegna gruns um vörslu og framleiðslu fíkniefna.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment