
Kaþólskur leikskólakennari á Ítalíu hefur verið rekinn eftir að foreldrar barna á leikskólanum komust að því að kennarinn var með OnlyFans reikning.
Elena Maraga, 29 ára kona sem starfaði í leikskóla nálægt Treviso, var rekin fyrr í vikunni. Skólinn sagði að „klámefnið“ sem hún framleiddi „stangist á við þá katólsku innblástur sem stýrir menntunarstefnu skólans.“
Þetta kemur nokkrum vikum eftir að hún var sett í leyfi en upp komst um hana þegar faðir nemanda keypti myndir af henni. Eiginkona mannsins fann myndirnar og tilkynnti kennarann til skólans.

Þrátt fyrir að hópur 30 einstaklinga og kennarasamband reyndi að bjarga starfi hennar þá stóð skólinn fast við ákvörðun sína og sagði henni upp.
Hún hefur farið í mörg viðtöl síðan hún var sett í leyfi þar sem hún segir að það að taka kynþokkafullar myndir af sjálfri sér geri hana ekki óhæfa í starfi og hún hafi alltaf sýnt fagmennsku í vinnunni.
Maraga fór í útvarpsviðtal þar sem hún sagði að skólinn hafi „alltaf aðeins talað í gegnum bréf og aldrei viljað eiga samtal. Ég er hissa á því að kaþólskur skóli sem prédikar siðferði komi svona fram við starfsmann.“
Maraga sagði einnig að kennsla væri hennar ástríða en að það borgi ekki nægilega til að lifa af þannig að hún hafi byrjað á OnlyFans til að bæta við tekjurnar.

Komment