1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Konan sem rændi kettinum Diego í átökum við afgreiðslukonu

3
Heimur

Ungur bílstjóri olli dauða þriggja vina sinna

4
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

5
Innlent

Harmar „slæma upplifun“ Írisar Vönju á viðbrögðum lögreglunnar

6
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

7
Skoðun

Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki

8
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

9
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

10
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

Til baka

Leikarinn Nicky Katt tók eigið líf

Skuldaði húseigandanum leigu

Nicky Katts
Nicky KattNicky Katt er látinn, 54 ára að aldri.

Leikarinn Nicky Katt, sem margir kannast við úr kvikmyndinni Dazed and Confused, er látinn. Samkvæmt heimildum TMZ framdi hann sjálfsvíg á heimili sínu í Kaliforníu.

Lögregluheimildir segja að lík Katts hafi fundist í íbúð hans á Los Angeles-svæðinu þann 8. apríl. Það var húseigandinn sem fann hann, en hann hafði komið í heimsókn um viku áður og minnt Katt á að greiða húsaleiguna.

Fimm dögum síðar kom hann aftur, sá að hurðin var opin og fann Katt látinn í svefnherberginu. Engin kveðjubréf fundust og talið er að hann hafi verið látinn í meira en sólarhring þegar hann fannst.

Katt fæddist í Suður-Dakóta og varð þekkt andlit í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum á níunda og tíunda áratugnum. Hann lék meðal annars í Monk, Law & Order og Boston Public, þar sem hann fór með eftirminnilegt hlutverk kennarans Harry Senate.

Hann lék einnig í kvikmyndum á borð við A Time to Kill, Sin City, Boiler Room, School of Rock, The Way of the Gun og auðvitað Dazed and Confused, þar sem hann lék harðhausinn Clint Bruno.

Katt var áður kvæntur konu að nafni Annie Morse frá 1999 til 2001, en þau skildu. Hann var 54 ára gamall.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Sólveig Anna Jónsdóttir
Slúður

Sólveig tókst á við móður trans barna

Віка-Рощина
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

Vesturbæjarlaug
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

Heiða Björg borgarstjóri
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

VÆB
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður