
Brotið átti sér stað á AkureyriKristinn hafði áður framið umferðalagabrot
Mynd: Skapti Hallgrímsson
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Kristinn Óskar Ingvarsson í 30 daga fangelsi en dómur þess efnis var kveðinn upp í júní.
Kristinn var ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi, og umferðarlagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 25. júlí 2024, bakkað bíl sínum, án nægilegrar varúðar úr bifreiðastæði við Bifreiðastöð Oddeyrar við Strandgötu á Akureyri og á gangandi konu, sem var að ganga yfir bílastæðið, með þeim afleiðingum að hún féll í götuna og mjaðmagrindarbrotnaði.
Kristinn játaði brot sitt en samkvæmt dómnum hafði hann í tvígang gengist undir lögreglustjórasektir vegna umferðalagabrot árið 2024.
Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára en engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment