
Konan sem rændi kettinum Diego í desember síðastliðinum var sökum um búðarþjófnað í versluninni Nordic Market á Laugaveginum á dögunum. Myndband af meintum þjófnaði hennar og átökum afgreiðslukonu verslunarinnar við hana, var birt á Facebook-síðunni Þjófar á Íslandi.
Eigandi verslunarinnar, Þorgeir Guðmundur Þorgeirsson segist í samtali við Mannlíf vera langþreyttur á búðarþjófunum, sem eru alltaf þeir sömu. Samkvæmt heimildum Mannlífs er um að ræða sömu konu og rændi kettinum Diego úr Hagkaupum í Skeifunni í desember síðastliðnum.
„Ég er orðinn mjög þreyttur á þessu,“ segir Þorgeir og bætir við: „Þetta er dópistar og þetta fólk á bara heima á stofnun.“
Þorgeir segir að í eitt skipti hafi einn þjófurinn beitt heimatilbúnu táragasi á afgreiðslumann þegar hann varð uppvís að þjófnaði. Lögreglan hafi hins vegar aðeins spurt þjófinn hvort hann vildi kæra verslunina fyrir að stöðva för hans. Hann tekur þó fram að sökin á ástandinu sé hjá yfirvöldum, lögreglan sé fjársvelt og lagaumhverfið meingallað.
Hér fyrir neðan má sjá myndskeið úr öryggismyndavél verslunarinnar. Þar sést hinn meinti búðarþjófur harðneita þjófnaðinum en við átökin fellur rekki með vörum á gólfið.
Komment