
Kona er sögð mögulega vera fyrirsætaEngar upplýsingar liggja fyrir um nafn hennar, hæð eða aldur
Mynd: Skjáskot
Lögreglan í New York hefur birt myndir og myndbönd af eftirlýstri konu í borginni.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni stakk konan ljósmyndara sem var að taka mynd af húsum á Manhattan eyju en konan hélt að ljósmyndarinn væri að taka mynd af sér. Tók hún þá upp skæri og stakk ljósmyndarann einu sinni í öxlina og einu sinni í bakið.
Eftir stunguna flúði konan í neðanjarðarlest og hefur ekki sést síðan en atvikið gerðist þann 5. maí. Ljósmyndarinn hlaut ekki alvarlega áverka að sögn lögreglu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment