
Kona sem hafði verið viðriðin rán lést snemma í morgun eftir sprengingu í Þessalóníku, næststærstu borg Grikklands, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þar í landi.
Konan, sem var 38 ára, var flutt á sjúkrahús eftir að hönd hennar aflimaðist í sprengingunni en talið er að konan hafi haldið á sprengjunni.
Lögreglufulltrúinn Konstantia Dimoglidou sagði í viðtali við Skai sjónvarpsstöðina að konan væri þekkt fyrir fyrri afbrot, þar á meðal rán. Rannsóknarlögreglunni grunar að sprengingin hafi orðið áður en hún náði að koma sprengjunni fyrir í hraðbanka, samkvæmt heimildum AFP. Bílar og gluggar sem voru nálægt sprengjunni þegar hún sprakk eru sagðir ónýtir.
Lögreglan sagði að konan hefði verið tengd bankaræningja sem situr í fangelsi, meðal annars sakaður um að hafa sent sprengjupakka til áfrýjunardómsins í Þessalóníku í febrúar á síðasta ári.
Deild lögreglunnar í Grikkland sem sérhæfir sig í skipulagðri glæpastarfsemi hefur tekið við rannsókn málsins.
Komment