
Erjur Kim Kardashian og Kanye West halda áfram en þau hafa verið að rífast um ýmsa hluti síðan þau skildu árið 2022.
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá því í dag að fyrirsætan hafi verið allt annað en sátt með West þegar dóttir þeirra var hjá honum fyrir stuttu síðan. Öryggisverðir hafi sagt Kardashian frá því að bræðurnir Andrew og Tristan Tate væru á leiðinni að hitta West. Hafði raunveruleikastjarnan ekki haft neinn áhuga á að dóttir sín væri í kringum þá og komið henni í burtu.
Bræðurnir hafa verið sakaðir um ýmsa glæpi þar á meðal nauðgun, mansal og peningaþvott. Voru þeir í varðhaldi í Rúmeníu þar sem mál þeirra var rannsakað en var sleppt lausum að beiðni yfirvalda í Bandaríkjunum. Bræðurnir hafa aldrei verið sakfelldir fyrir glæpi.
West hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið fyrir hegðun sína frekar en tónlist og seldi fyrir stuttu boli með hakakrossinum á. Þá gaf hann út lag með Diddy í síðustu viku en hann er sem stendur í gæsluvarðandi sakaður um svipaða glæpi og Tate bræður.

Komment